Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 T)g að hve miklu leyti verði að brjóta í bága við hann og beita allt öðrum lögum. Þetta yfirlit er síður en svo örvandi fyrir þá, sem ekki eru því fróðari um eðlisfræði, og hætt við, að þeir missx kjarkinn. En erti nú hlutirnir ekki málaðir helzt til dökkum litum? Getum við ekki gert okkur grein fyrir niðurstöðum fræðigreinar án þess að vera sérfróðir um hana? Er nauðsynlegt að fylgjast með liverju liand- bragði smiðsins til þess að skilja, hvernig smíðisgripur er búinn til? Er ekki hægt að velja úr nokkur auðskilin aðalatriði í eðlisfræði, sem gefi vísbendingu um meginrökin fyrir kjarnorkunni? Jú, það ætti að vera hægt, en þá verður jafnframt að hafa í huga, að ef segja á langa sögu í stuttu máli, verður hún ónákvæm. Við verðum að vera við því búnir, að sú mynd, sem svona aðferð bregður upp af atóminu, sé aðeins að því eina leyti rétt, að hún leiði í Ijós tilveru kjarnork- unnar og gefi í aðalatriðum réttar hugmyndir um magn hennar. I því, sem liér fer á eftir, verður reynt að skýi'a eftir föngum hin einfaldari meginatriði þessa máls. Verður þá að sleppa margvísleg- um fróðleik um atómin, ef greinin á ekki að veiða of löng. En um hana má vísa til bóka og ritgerða á íslenzku og skal hér sérstaklega nefnd grein í þessu tímariti, 16. árgang, eftir dr. Svein Þórðarson, þar sem bæði þróun atómrannsóknanna og niðurstöðum síðustu ára er lýst rækilega. Orka er heldur óljóst orð í daglegri notkun. En eiginleg merking þess, eins og hún kemur fram í eðlisfræðinni, er skýr og einföld. Orka er samheiti fyrir hinar ýmsu myndir vinnunnar. En vinna er hins vegar það að flytja hlut úr stað gegn einhverri mótspyrnu eða kiafti. Það er vinna að lyfta steini um 1 metra, helmingi meiri vinna að lyfta honum 2 m o. s. frv. Það er enn fremur vinna að draga sleða, og hún mælist við margfeldið af vegalengdinni, sem farin ei', og kraftinum, sem nota þarf. Ef við rennum huganum til gufuvélar- innar, sjáum við hið sama: Vinna gufunnar er í því fólgin að ýta bullunni vissa vegalengd gegn vissri mótspyrnu. Orku komurn við víða auga á, og hún birtist okkur í ýmsum myndum. Á fossbrún segjum við, að vátnið hafi staðorku. Vegna stöðu sinnar hátt yfir botni gljúfursins má láta það vinna, t. d. í fallinu. Sé það ekki látið vinna, t. d. snúa túrbínu, fellur það með vaxandi lnaða. Það er að tapa staðoiku, en fá lneyfiorku í staðinn. Sé hreyfiorkan ekki heldur notuð, skellur vatnið loks á klettinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.