Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 Þessi dæmi verða að nægja til skýringar á hugtakinu vinna eða orka. Atómkjarni er hugtak, sem er rétt rúmlega 30 ára, en orðið og hugtakið atórn er komið allar götur frá Forngrikkjum og þýðir ódeili. Gríski heimspekingurinn Demókrítos hugsaði sér öll efni, alla hluti, samsetta úr ódeilisögnum. Ef hlutur væri brytjaður í smærri og smærri parta, kæmi loks að ódeilisögninni, atóminu, frekari skipt- ing væri óhugsandi. En atómið var meiningarlítið orð þar til á síðari öldum, er eðlis- fræði og efnafræði fóru að blómgast. Þá var hugmyndin um atónrið vakin til nýs lífs. Menn komust nefnilega að þeirri niðurstöðu, að ókleift væri að fá nokkurn skilning á því, hvernig efni geta gengið í sambönd og breytzt í ný efni, ef ekki væri gert ráð fyrir ódeilis- ögnum. Öll efnafræði nútímans byggist á þeirri bjargföstu grund- vallarsetningu, að við samruna efnanna tengist ein eða fleiri ódeilis- agnir eins efnis svo og svo mörgum ódeilisögnum annars efnis eða fleiri efna. Þegar vatnið verður til úr vetni og súrefni, þá hafa liver tvö vetnisatóm tengzt einu súrefnisatómi og myndað nýja einingu. Vatnið er svo samsett af eintómum þess háttar einingum. Efnafræðin hefur komizt að merkilegri niðurstöðu í áframhaldi af þessu. Hún segir, að öllum efnum megi skipta í tvo flokka, annars vegar svonefnd frumefni, liins vegar samsett efni. Frumefnin eru aðeins rúmlega 90 talsins, en samsettu efnin rnega heita óteljandi. En þau eiga öll sammerkt í því að vera orðin til fyrir samruna frum- efnanna. Vatn er samsett úr frumefnunnm vetni og súrefni, og má ýmist leysa það upp í þessi efni eða setja þau saman og búa til vatn. Kolsýra er mynduð úr kolefni og súrefni o. s. frv. Einingarnar, sem verða til við tengingu atómanna, eru kallaðar mólekúl. Á ís- lenzku hafa þær verið kallaðar sameindir, og eru þá atómin kölluð frumeindir, en þá vantar alveg íslenzk nöfn á aðra hluta þeirra. Af þeim sökum kýs ég heldur að nota hér eingöngu erlendu heitin. Mólekúlin eru þá samsett úr atómum. En nú verðum við að spyrja, livað það sé, sem haldi atómunum saman. Svar efnafræðinnar er á þá leið, að á atómin megi líta sem raf- magnaðar kúlur. Að vísu er lítið rafmagn á hverri kúlu, en þær eru á hinn bóginn ákaflega litlar, aðeins um það bil einn 100 milljónasti úr sentimetra í þvermál og geta því staðið þétt saman. Þessi örsmáu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.