Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mætti og gera sér þó sérstaklega ljóst það, sem gerist í heimi efnis- vísindanna á líðandi stund. Um kjarnorkuna er nú mikið rætt og ritað, en það, sem nær til almennings, er flest á þá lund, að aðeins eru nefnd dæmi um magn hennar og möguleika. Skýringar á fyrirbrigðinu eru. sjaldnast gefn- ar. Þó munu margir æskja skýringa á því, hvernig standi á hinni óstjórnlegu orku í atómkjörnunum. Hvers vegna er þá ekki meira gert að því að fræða almenning um þessa hluti? Svarið er, að málið er svo fiókið, að voniítið virðist, að menn, sem ekki hafa að baki margra ára eðlisfræðinám, geti skilið það. Til þess að árétta þetta skal hér tæpt á þróun eðlisfræðinnar. Hún var um síðustu aldamót orðin geysimikil og að ýmsu leyti torskilin fræðigrein. Menn þekktu mikinn fjölda almennra lögmála, sem tal- in voru skýra í verulegum dráttum alla helztu eiginleika hins ól-íf- ræna efnisheims. Á þessum breiða grunni liinna almennu náttúru- lögmála var ætlað, að öll frekari könnun efnisins hlyti að fara fram. En svo kom það í ljós upp úr aldamótunum, að hin svonefnu al- gildu efnislögmál voru ekki nema að sumu leyti gild, þegar til atómanna kom. Ýnrsar breytingar og undantekningar frá lögmálun- um urðu að koma. Það voru menn eins og Planck, Einstein, Rutherford og loks Bohr, sem í vissum megindráttum tókst, að því er virtist, að koma lögum yfir atómin á árunum fram til 1913. En 1927 kom loks í ljós fyrir rannsóknir Heisenbergs o. fl., að allur grundvöllurinn undir kenn- ingum Bohrs um það, að atómið væri eins konar smækkuð mynd af sólkerfi, var alveg rangur. Menn gátu sýnt fram á það með fullum rökum, að livorki er hægt að gera mynd né líkan af atómi, svo frá- brugðið er það í eðli sínu sýnilegum og áþreifanlegum hlutum. Enn í dag er Jió kenning Bohrs um atómið notuð, þegar reyna á að gefa um Jrað hugmynd, er miði að minnsta kosti í rétta átt. En hvernig fara nú eðlisfræðingar að Jrví að draga ályktanir um eðli og verkanir atómanna og tilveru og magn kjarnorkunnar? Þeir vita, að með því að leysa vissar stærðfræðilíkingar fá þeir upplýs- ingarnar í tölum, án þess að þeir þurfi að sjá fyrir sér nokkra mynd af atóminu eða þekkja útlit þess. Þannig er Jiá málið vaxið, að er rnaður hefði tileinkað sér hinn nauðsynlega grundvöll, senr fólginn er í eðlisfræði fyrri alda, verður hann að vita, að hve miklu leyti megi treysta honum í atómfræðinni

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.