Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 43
Guðmundur Kjartansson:
RITFREGN
Heklugos 1947 eftir Guðm. Einarsson frá Miðdal og
Guðm. Kjartansson. — Reykjavík 1947, Bókaútgáfa Guð-
jóns O. Guðjónssonar.
Bók þessi kom út snemma í desembermánuði og var auglýst með
óvenju mikilli viðhöfn. Daginn áður voru iréttamenn útvarps og
blaða boðaðir á fund „annars“ höfundarins, og þeir létu sannar-
lega ekki undir höfuð leggjast að segja frá tíðindunum og hældu öllu,
bæði bókinni og Guðmundunum.
Eg rak upp stór augu daginn eftir, er ég sá fréttirnar og auglýsing-
arnar í dagblöðunum: Þarna var þá komin út bók eftir mig, rneira
að segja góð bók, án þess að ég hefði liugmynd um, að hennar væri
von! Raunar var ég ekki einn talinn fyrir bókinni, svo var að sjá,
sem við Gnðmnndur Einarsson ættum svipaðan þátt í henni.
Ég skal nú í stuttu máli skýra, hvern þátt ég á í þessari bók.
Skömmu eftir að Heklugosið hófst, var auglýst í öllum dagblöð-
um í Reykjavík, að í ráði væri að gefa út bók með myndum af Heklu-
gosinu og myndu þeir Guðmundur Einarssön, Pálmi Hannesson,
Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Kjartansson skrifa í hana hver
sinn kafla, en ágóði af sölu skyldi renna til þeirra, sem biðu tjón af
völdum gossins. Guðjón O. Guðjónsson skyldi annast útgáfuna, og
eitthvað var Rangæingafélagið í Reykjavík einnig við þetta riðið.
Ég var fyrir austan fja.ll, þegar þessi auglýsing birtist, og mér var ekki
sýnd hún fyrr en löngu síðar. Ég hirti hana ekki því rniður, og er
efni hennar birt hér eftir minni. Ekki hafði ég heyrt getið einu orði
þessarar fyrirhuguðu bókar, og því síður hafði nokkur maður beðið
mig um að skrifa í liana, þegar auglýsingin var birt. Ekki hef ég lield-
ur verið beðinn um það síðar, að því undanskildu, að seint í sumar
eða í haust hringdi Sveinn Sæmundsson til mín á vegum Rangæinga-