Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 16
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Auðvitað er þetta óskiljanlega langur tími á mannlegan mæli- kvarða. En það er liér aukaatriði. Aðalatriðið er, að liann er tak- markaður ng sambærilegur við helmingunartíma úraníums. Við sjáum þá, að efnisheimurinn skapaðist fyrir þetta löngum tíma úr einhverju, sem ekki var efni, lieldur væntanlega orka í óefnislegri mynd, t. d. raföldur. Þá var hróflað upp liæði stöðugum og óstöðugum atómkjörnum, hvernig sem það hefur annars orðið. Og tímirin er ekki lengri en svo, síðan þetta varð, að enn er mikið eftir af óstöðugum kjörnum. Slíkum kjarna má iíkja við símastaur, sem snjókorn hefur stöðvazt ofan á. Ekki þarf nema litla vinnu til að velta korninu út af staurn- um, og gefur það þá frá sér margfalda þá orku við að falla til jarðar. Stuttu eftir að él hefur gengið yfir, gætum við unnið nokkra orku með þvf að sópa snjó ofan af símastaurum — ef okkur þætti taka því. Allir þyngstu atómkjarnarnir, að minnsta kosti þeir, sem þyngri eru en blý, eru óstöðugir, og er þar um 30—40 kjarnategundir að ræða. Ennfremur hafa léttir kjarnar tilhneigingu til að breytast í miðlungs þunga kjarna af sömu ástæðum. Af þessu er ljóst, að fræðilegu möguleikarnir á vinnslu kjarnork- unnar eru geysimiklir. Hér gæti verið um ntargar leiðir að velja, er menn hefðu öðlazt fyllri þekkingu á byggingu kjarnanna. Ein leiðin, sem kunn er, en ekki hefur ennþá reynzt fær, er breyting vetnis í helíum. Ur 1 grammi vetnis fæst með henni jafn- rnikil orka og úr 20 smálestum af góðum kolum. Það er nú talið víst, að þessi breyting eigi sér stöðugt stað í sól- inni, og við þessa aðferð tengja menn miklar vonir. Menn kunna nú aðeins tvær leiðir til að vinna kjarnorkuna. Önn- ur er sú að konta af stað klofningu á kjarna sjaldgæfrar tegundar af liraníum. Við jtað losnar úr Itverju atómi orka, sem er 50 milljón sinnum meiri en orkan, sent losnar á hvert atóm kolefnis við bruna. Hin leiðin er að breyta úraníum fyrst í nýtt, þyngra frumefni, sent plútóníum heitir, og kljúfa [>að síðan, og gefur joað viðlíka orku- magn. En hve rnatgar leiðir ætli séu til, og hverjar þeirra munu menn Itafa fundið eftir 100 ár? Er hægt að búast við öðru en mikill árang- ur verði af áframhaldandi rannsóknum, jregar litið er til baka ylir síðastliðin 50 ár? En hér er ástæðulaust að spá nokkru. Hitt hefur verið reynt að skýra nokkuð, að kjarnorkuvinnsla er fræðilega séð möguleg og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.