Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 26
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN II. Ný islenzk starartegund: lieiðastör (Carex holosboma DREJ.) Starirnar eru þær æðri jurtir íslenzkar, sem klæða hlutiallslega meira svæði en aðrar jurtir hérlendar. Við flæðarmál og á tindum, sem standa upp úr jöklurn, vaxa starir, og á flestum gróðurlendum þar á milli. Sumar tegundir eru algengar og vaxa um land alit, aðrar finnast aðeins í einu ákveðnu gróðurlendi, og enn aðrar liafa aðeins fundizt á takmörkuðu svæði í einum landshluta. Sumar starir eru vandgreindar og líkar öðrum, svo að rnenn gera sér ekki grein fyrir Jreim, liafi þeir ekki veitt Jreim atliygli af einhverjum ástæðum. Síðustu áratugina hafa líka fundizt lilutfallslega fleiri nýjar starir en aðrar tegundir æðri jurta hér á landi. Ein algengasta stör á hálendi er fjallastör (Carex norvegica RETZ., áður oft ranglega nefnd C. Halleri eða C. alpina). Fjölbreytni hennar er töluverð, og við rannsóknir, sem prófessor Aarno Kalela í Helsing- fors gerði á tegundinni á grundvelli alls, sem til er af henni í söfn- um á Norðurlöndum, kom í Ijós, að undir sama nafni leyndist auk Jressarar tegundar önnur tegund og nokkrar deiltegundir. En öll íslenzk eintök í grasasöfnum erlendis tilheyrðu fjallastörinni í Jrrengstu merkingu orðsins. Þar eð okkur var kunnugt um fjölbreytni fjallastararinnar á Norð- urlöndum, hófum við síðastliðið sumar söfnun á henni frá ýmsum stöðum. Ef til vill verður síðar uniit að skilja á milli nokkurra af- brigða innan tegundarinnar hér á landi, því að eintökin eru greini- lega ólík frá ýmsum stöðum, en þau tilheyra samt öll sömu tegund og Kalela hafði sagt áður, og sömu deiltegund (Carex noruegica RETZ. ssp. eu-norvegica LÖVE & LÖVE subsp. nova = Carex nor- vegica RETZ. s. str. cp. KALF.LA in Ann. Bot. Soc. Zool.-Bot. Fenn. Vanamo, Tom. 19. N:o 3, 1944). Nokkur eintök, sem við tókum 13. ágúst á Vaðlaheiði sunnan við veginn á háheiðinni í Jjeirri trú, að urn venjulega fjallastör væri að ræða, voru svo frábrugðin öðrum eintökum, þegar nánar var að gætt, að ekki var hægt að kornast hjá þeinr grun, að hér væri um eitthvað annað en fjallastör að ræða. Við rannsökuðum eintökin nánar í haust og bárum þau saman við lýsingar og eintök frá Norðurlöndum. Þá kom í ljós, að þetta var starartegund, sem ekki Iiafði verið talin til íslenzkra jurta. Hún ber hið latneska nafn Carex iiolostoma DREJ., og á íslenzku mætti kalla hana heiðastör, Jrar eð illa fer á að Jrýða latneska nafnið beint (holostoma = með heilan munn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.