Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 3
Bréf Pliníusar yngra um Vesúvíusgosið 79 e. Kr. Pálmi Hannesson íslenzkaði Vesúvíus er kunnasta eklfjall á jörðunni. Hann rís fyrir botni Napólíflóa, sunnan- vert á víðlendu jarðeldasvæði. Umhverfis hann breiðast frjósöm héruð, sem verið hafa fjölbyggð um óralangan aldur. Allt fram yfir Krists burð getur engra gosa í Vesúvíusi, og virðist eldurinn i iðrum lians hafa legið í dvala að minnsta kosti næstu 1000 árin þar á undan. Hitt er kunnugt, að akrar og aldingarðar teygðust hátt upp eftir hlíðurn fjallsins, en við rætur þess var fjölskipað þorpum og bæjum. Skál mikil var ofan í fjallið, vaxin eikiskógum. Byggð var þar engin, en útlagar leituðu þar oft hælis, og kunnugt er, að þar safnaði Spartacus saman þeirn herskörum þræla og skylmingamanna, er hann stefndi gegn Róm. Sumarið 79 brá eldfjallið dvala sínum, og brauzt þar upp eitt hið ægilegasta eldgos, sem sögur fara af, og olli það gífurlegu tjóni. Hraun rann ekki, en aurstraumar, aska og vikur steyptust yfir borgir og býli og sökktu þeim svo gersamlega, að ekki sá urmul eftir. Svo fór t. d. um borgirnar Herkúlanum og Pompejí. Þegar þetta barst að höndum, lá rómversk flotadeikl í Napólíflóa og liafði bækistöð í Misenum, sem er sunnanvert við flóann, utarlegá, nálægt 25 km frá Vesúvíusi. For- ingi flotans var Gajus Plinius Secundus, merkur fræðimaður og rithöfundur, einkum um náttúrufræði. Hjá honurn í Misenum dvaldist systir hans og sonur hennar, Gajus Plinius Cæcilius Secundus, er hann hafði ættleitt. Plinius eldri fórst af völdum clds- ins, eins og segir hér á eftir, en Plinius yngri reit síðar sagnaritaranum Tacitusi tvö hréf um afdrif hans og ýnisa aðra atburði, er samfara urðu eldgosinu. Þessi bréf eru liin fyrsta sannfræðilega skýrsla, sem rituð hefur verið um eldgos, og af flestum talin upphaf vísindalegrar jarðeldafræði, enda mjög víða til þeirra vitnað í ritum, er fjalla um Jrau fræði. Hef ég j>ví ráðizt í að snúa jreim á íslenzku, enda Jrótt eigi væri fýsilegt að kljást við latínuna. Texti var tekinn eftir: Dr. A. Kreuser: Ausgewáhltc Briefe des jungeren Plinius og Ch. Keene: Pliny Sc- lections Illustrating Roman Life. Kristinn Ármannsson, yfirkennari, hefur veitt mér mikilsverða aðstoð við þýðinguna og lesið liandritið yfir. Kann ég honum miklar þakkir fyrir. Þýð. Þú biður mig að skrifa þér um fráfall frænda míns, svo að þú g^tir skýrt eftirkomendunum réttar frá því. Ég kann þér þakkir fyrir, því að mér er Ijóst, að dauði hans muni öðlast ódauðlega frægð, 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.