Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 40
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17. Við Elliðaár Plöntur: Kvistii', starir, elftingar, horblaðka og mosajafni. Dýr: Oribata sp. (clavipes?) og Fuscozetes sp.? Nti eru algengustu jurtir þarna: Mýrelfting, hæra, sauðvingull, snarrótarpuntur, vegarfi, fræhyrna, fífa, móasef og língTesi. 18. Suðurnes nálœgt Seltjörn Plöniur: Kvistir, starir, elftingar og horblaðka. Mórinn er þéttur og leirblandinn fjörumór. Sjór fellur yfir lvann með flóði. Plöntuleifarnar eru mjög fábreyttar. Starir og elftingar finnast alls staðar og mikið á hverjum stað. Þær hafa eins og nú verið aðal- gróðurinn í mýrunum og myndað samfelldar gróðurbreiður. Meg- inið af elftingunum virðist vera mýrelfting. Starirnar var ekki unnt að ákveða með vissu, þar eð hulstrið var eyðilagt. En þar er þó áreiðanlega um allmargar tegundir að ræða. Nokkuð af fræjunum virðist helzt vera af gulstör. Allvíða finnst mosajafni og jafnan mikið á liverjum stað og horblaðka víðast lrvar, en strjálar. Fræ hennar hafa varðveitzt mjög vel og eru auðkennileg. Annars er oft erfitt að ákveða fræin, sem finnast í mónum. Þau eru vanalega meira eða minna skemmd og aflöguð og talsvert frábrugðin sams konar lifandi fræjum í útliti. Nú ber þess að gæta, að í mónum er einungis hægt að búast við að finna varðveittan nokkurn hluta af tegundum þeim, er þar hafa í öndverðu vaxið. 1 Danmörku hafa menn t. d. fundið um 200 tegundir í mó að þeim 1200, sem í landinu vaxa. Á íslandi má vænta að finna hlutfallslega álíka margar tegundir. Flestar mó- mýrarnar, sem ég hef rannsakað, hafa legið í lialla meðfram fjalls- rótum, og það er sýnt, að þar er fátt um jurtaleifar, sem hægt er að ákvarða á þenna hátt. Að öllum líkindum er vatnamór (þ. e. mór, sem myndazt hefur í gömlum grónum vatns- og tjarnarstæðum) auðugri að plöntuleifum, og ber að taka tillit til þess við frekari rannsóknir. Um útbreiðslu margra plantna, t. d. birkisins, getur mórinn veitt mikla fræðslu. Afar víða finnast kvistir (sprek), mest birki, í mólögunum, þar má lesa sögu trjá- og runnagróðursins. lloli og fjöldi annarra örnefna um land allt benda til þess, að mikill liluti landsins hafi áður verið vaxinn skógi og kjarri. í þessu efni liafa mó-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.