Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 18
64
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Að kvöldi þessa dags komu þeir Björn Jóhannesson, Björn Sig-
urðsson og Tómas Tiyggvason austur að Næfurholti samkvæmt
skilaboðum mínum, og fór ég með þeirn þegar um nóttina í þrjár
helztu kolsýrudældirnar. Þeir höfðu með sér tæki til að taka sýnis-
horn af lofttegundum, kalsíumhýdroxýð í upplausn og hvítar mýs.
Undir eins og lofti úr kolsýrugjótu var blásið niður í upplausnina,
varð hún hvítgruggug (af kalsíumkarbónati). Það var sönnun þess,
að um kolsýru væri að ræða. Og þegar mús var látin í slíka gjótu
eða ósýnilegan poll eða læk, sem rann frá gjótunni, varð hún rænu-
laus áður en mínúta var liðin og drapst skömmu síðar (köfnunar-
dauða), nema henni væri bjargað.
Þessa nótt fékk ég loks ftdlkomna staðfestingu á því, sem ég hafði
látið hafa eftir mér um kolsýrutjarnir.
í lautinni á Krikabrún var að vísu engin slík tjörn, enda ekki
algert logn. í Hólaskógi var ekki heldur kolsýrutjörn, þegar við
komum þar fyrst, og ástæðan mun hafa verið hin sarna. En þaðan
fórum við inn að Loddavötnum og vorum á að gizka 30—45 mín-
útur á leiðinni.
Þegar þar kom, var stillilogn. Þunn þokuslæða lá yfir nyrzta
vatninu. Við gengum hægt og gætilega ofan liallann austan við
vötnin. Pin áður en við kæmumst niður á bakka, voru nef og augu
komin á kaf í kolsýru. Við fundum til óþægindanna, sem því fylgir,
og hröðuðum okkur upp aftur. Nú var komin kolsýrutjörn yfir öll
vötnin og stórt svæði umhverfis þau. Öll liræin, sem þarna lágu enn
ógrafin, voru á kafi í henni. Yfirborð hennar var furðu glöggt, hvort
sem við þreifuðum eftir því með nefinu eða brennandi kyndli, og
virtist alveg lárétt, eins og vatnsflötur. Það lá í 21/£ m hæð yfir vötn-
unum. Við áætluðum flatarmál kolsýrutjarnarinnar 2000 m2 og
meðaldýpt 2 m. Samkvæmt því höfðu safnazt þarna saman 4000 m3
af kolsýrulofti.
Ef hið fullkomna logn, sem er skilyrði fyrir myndun kolsýrutjarn-
ar, hefur orðið jafnsnemma við Loddavötn og í Hólaskógi, þá hlýtur
allt þetta kolsýruloft að liafa streymt upp úr jörðinni á minna en
45 mínútum. Þetta þykir mér sennilegt, og býst rneira að segja við,
að kolsýruútstreymið sé miklu örara en þessu nemur, því að ætla má,
að mikill hluti kolsýruloftsins rjúki upp jafnframt því, er tjörnin
myndast. T. d. fundu sumir okkar einu sinni, meðan við stóðum
þarna við, ofurhægan vindblæ, og á eftir var yfirborð kolsýrulofts-
ins greinilega nokkru lægra.