Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 28
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hafa aðrar þjóðir tekið upp það nafn á fyrirbærinu og lagað til á sína tungu. Fræg moffetta er Hundahellir (Grotta del Cane) í vegg gamals eldgígs nálægt Napólí á Ítalíu. Þetta er heldur lítill hellir, tæpl. 10 m langur, mjór sem bæjargöng, en allhátt til lofts. Gólfinu hallar inn. Nafn sitt kvað hann hafa fengið af því, að hundar, sem þar fóru inn, duttu niður rænulausir og drápust, ef þeim var ekki lljótlega bjargað út. En menn sakaði ekki. Ástæðan er sú, að kolsýra streymir upp í hellinum og leggst í lag yfir gólfinu, en hundar eru lágvaxnir og auk þess gjarnt að snuðra með trýnið niðri við jörð, er þeir koma í ókunnan stað. Á mönnum er aftur á móti hærra til nefsins. En áraskipti munu vera að útstreyminu í Hundalielli. Þegar ég kom þar, haustið 1934, var ófært lengra en rétt í hellismunnann fyrir liita og svækju, sem lagði út úr honum, og sízt af öllu var þar hundi inn sigandi. En blys fékk ég í hönd, og á því slokknaði óðar, er því var stungið inn í hellismunnann niðri við gólf. Um þessar mundir var um 85° hiti innst í hellinum. Umhverfis gamalt gígvatn, Laacher See, í héraðinu Eifel í Þýzka- landi er fjöldi af moffettum. Kolsýran úr þeim kæfir stundum fugla og mýs, og hættulegt þykir að baða sig í vatninu, þegar logn er. — í svonefndum Dauðadal austur á Jövu finnast stundum ltræ af tígris- dýrum, nashyrningum og fleiri dýrum, og einnig hafa fundizt þar beinagrindur manna. Það er þjóðtrú meðal landsmanna, að eitrað tré valdi þessum dauðsföllum, en í rauninni veldur þeim kolsýra, sem streymir úr jörðu. Uppruni kolsýrunnar Ekki er að efa, að kolsýran, sem streymir úr jörðu bæði í Heklu- hraunum og öðrum moffetnim víðs vegar um heim, kemur djúpt úr jörðu og var þar áður uppleyst í bergkviku (magma) undir ærnum þrýstingi. Útstreymi þetta á sér aðeins stað á svæðum, þar sem fleira gefur í skyn, að tiltölulega grunnt sé á bergkviku, og auk þess hafa efnagreiningar gosgufu sannað, að kolsýra (varlegar orðað: frum- efni kolsýru) er eitt hinna rokgjörnu efna í flestri eða allri berg- kviku. Ætla mætti, að kynstur af kolsýru hafi komið upp í gufustrókun- um úr Heklu í fyrra, meðan hún gaus með mestum ákafa, og einnig í hinni heitu gufu, sem úr henni rauk og rýkur enn með friðsamlegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.