Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 Það reyndist ýmsum erfiðleikum bundið, að ná góðum meðal- sýnishornum af gasi. í fyrsta lagi virtist gasútstreymið mjög breyti- legt í hverri holu, og var því við búið, að gassýnishornin hefðu blandazt mismiklu af lofti. Þá þarf og helzt að vera stillilogn, þegar sýnishorn eru tekin, þar sem minnsti vindblær getur valdið loft- straumum, jafnvel í dýpstu holum. Enda þótt niðurstöður gasrannsókna þessara, gæfi tæplega ástæðu til neinna endanlegra ályktana um eðli og uppruna gasútstreymis- ins, má þó lesa ýmislegt athyglisvert út úr þeim. Til dæmis er hlut- fallið á milli súrefnis og köfnunarefnis (02/N2) nijög líkt og í andrúmslofti í öllum þeim sýnishornum, sem innilialda lítið eða ekkert kolmónoxyd, en 0,1% kolmónoxýð er vart hægt að telja ör- ugga mælingu vegna aflestrarónákvæmni aðferðarinnar. í öllum sýnishornunum, sem innihéldu mælanlegt kolmónoxýð, er þetta hlutfall aftur á móti töluvert lægra (sbr. töflu I). Hins vegar er ekki sýnilegt neitt samband á milli kolsýruinnihaldsins og þessa hlutfalls né heldur á rnilli súrefnis- og kolsýruinnihaldsins. Þetta má þó telja eðlilegt, þar sem gasið hefur yfirleitt haft snertingu við lindir eða læki neðanjarðar og farið í gegnum rök jarðlög, en kolsýran er auðleyst í vatni, liinar lofttegundirnar ekki. Kolsýran hverfur því misjafnlega úr gasinu, án þess að hlutföll hinna loft- tegundanna raskist innbyrðis. Rannsóknir á vatni, sem upprunnið er undan hraununum sýndi, að allt vatn, sem kemur undan þeim hraunum, er gasritstreymi hefur fundizt í, inniheldur allmikið af óbundinni kolsýru eða efn- um, sem uppleyst eru af kalkleysandi kolsýru. Á þessu ber svo greinilega, að jafnvel virðist mega nota efnasamsetningu vatnsins undan þessum hraunum sem grófan mælikvarða á gasútstreymið. Tafla II sýnir niðurstöður vatnsrannsóknanna, og eru þær gefnar upp í milligrömmum í lítra vatns. Sýnishornin í töflu II voru tekin sem hér segir: Nr. 587 tekið 25. júlí úr Næfurholtslæk, syðra botni 588 - 25. — Næfurholtslæk; nyrðra botni, undir Strillu, greinilegt kolsýrubragð 589 - 25. — Nýjabæjarlæk, nyrzta botni 590 - 25. — Nýjabæjarlæk, syðsta botni (greinilegt kolsýrubragð) 591 - 25. — Kanastaðlæk, upptökum 593 - 25. — Kanastaðalæk, 1 til 2 m frá upptökum

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.