Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 4
50 NÁTTÚRUFRÆÐINCURINN ef þú skrifar um hann. Því að minning hans mun æ lifa, enda þótt dauða hans hafi borið að höndum á svo eftirminnanlegan hátt við eyðingu liinna fegurstu héraða og tortímingu heilla byggðarlaga og borga. Og þó að hann hafi sjálfur skráð fjölmörg sígild rit, mun þó eilíf frægð rita þinna auka mikið á varanleik rita hans. Ég fyrir mitt leyti tel þá sæla, sem hefur lilotnazt sú náðargjöf að vinna alrek, sem verðskulda, að ritað sé um þau, eða semja eitthvað, sem vert er að lesa, en vissulega tel ég þá þó sælasta, sem hvort tveggja er veitt. I þeirra tölu mun frændi minn teljast, bæði vegna rita hans og þinna. Því fúslegar tekst ég þetta á hendur og óska þess jafnvel, að þú takir það í rit þitt. Hann var staddur í Misenum og hafði sjálfur á hendi stjórn flot- ans. Hinn 24. ágúst um 7. stund1 benti móðir mín honum á, að hún sæi ský, sem væri óvenjulegt, bæði að stærð og útliti. Hann hafði legið í sólinni, baðað sig í köldu vatni, borðað hádegisverð liggjandi og var nú að lesa. Hann bað um ilskó og gekk upp á hæð nokkura, þar sem liann gat sem bezt athugað þetta undúr. Skýstrókur hóf sig upp, og gátu þeir, er sáu liann í fjarska, naum- ast greint frá hvaða fjalli, en síðar varð kunnugt, að það var Vesúvíus. Ský þetta líktist ekki öðru fremur en hjálmfuru, Jrvi að lrá geysi- háum stofni, sem gnæfði við himin, breiddist líkt og limkróna. Hygg ég, að ástæðan hafi verið sú, að loftstraumur bar hana upp, síðan, er honum slepjjti, eða vegna þunga síns, breiddist mökkurinn út og þynntist. Var skýið sums staðar fannhvítt, sums staðar dökkt eða flekkótt, eftir því hve mikið var í því af grjóti og ösku. Hann áleit þetta mikið fyrirbrigði og bæri sér sem miklum fræðimanni að at- huga Jrað nánar. Skipaði hann að búa líbúrniska snekkju og bauð mér að koma með, ef ég vildi. Ég kvaðst fremur vilja lesa, enda vildi svo til, að hann hafði fengið mér verkefni, er ég skyldi rita um. Hélt hann nú á brott, en þá fékk hann skeyti frá Rectinu, konu Tascusar, sem var mjög hrædd vegna hinnar yfirvofandi liættu, því að hús hennar stóð við rætur fjallsins, og var því ei undankomu auðið nema á skipum, og sárbað hún hann að bjarga sér úr háskan- um. Breytti liann nú áformi sínu, og það, sem hann hafði upp tekið af fræðilegum áhuga, framkvæmdi hann af hinu mesta kappi. Hann lét setja á flot ferróin2 skip, steig á skipsfjöl, ekki til þess eins að 1) Rómverjar töklu claginn byrja kl. 6 að morgni, 7. stund er því kl, 12—1 eftir hádegi. 2) Skip með fjórum árarööum ,1 borð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.