Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87 mýrarnar mikinn fróðleik að geyma. (Sjá þverskurðina. Þar sem getið er um smákvisti, finnst einnig lyng.) Hvervetna í mómýrunum finnast lög af eldfjallaösku. Ég hef einungis athugað þau lög, sem voru sæmilega greinileg. En fleiri smálög finnast, og víða er mikill hluti mósins mjög sandorpinn. Þessi öskulög eru mikils verð fyrir rannsóknirnar. Fyrst og fremst bera þau vitni um stórfelld eldgos. Með því að taka öskusýnishorn víða um land, efnagreina þau og atliuga kornastærðina má án efa verða margs vísari um magn og útbreiðslu öskufallanna. Einnig getur slík rannsókn gefið bendingar um gosstöðvarnar. Margt getur þó truflað öskuföllin, meðal annars vindstaðan og uppblástur. í öðru lagi liafa öskuföllin haft sterk og skaðleg áhrif á gróðurinn, og þau má nota við ákvörðun á hlutfallslegum aldri mólaganna. Lítum við á þverskurðina frá Eyjafirði, þá sjáum við þrjú stór ösku- lög, sem greinilega svara hvert til annars. Hið efsta er dökkt, rnyndað af basaltösku og liggur 10—20 cm undir yfirborði. Á Hámundar- stöðum er þetta lag tiltölulega ljóst, en reyndist engu að síður líka úr basaltösku. Hin tvö eru ljósleit líparítaska og eru mun þykkri, einkum hið efra. Á Hólum í Reykjadal finnast þessi lög einnig. Hin ljósu eru þar þykkri en í Eyjaiirði, eldstöðvarnar líklega nær. En ofan á efra Ijósa laginu er allþykkur mór. Öskuföll þessi hafa stórskemmt gróðurinn. Sums staðar tekur t. d. alveg fyrir birkileifarnar við neðra ljósa öskulagið. Og askan hefur án efa alla tíð dregið mjög úr þroska skóganna. Öskulögin sýna, að mólögin milli þeirra, þó að misþykk séu, eru öll mynduð á sama tíma. Af því leiðir, að af jafnþykkum mólögum er ekki ætíð hægt að ráða, að þau séu jafngömul. Myndunarskilyrðin eru svo ólík á ýmsum stöðum. Þannig má nota öskulögin við ákvörðun á hlut- fallslegum aldri mólaganna. í Fljótshlíð og nágienni Reykjavíkur eru lögin mjög óregluleg og sýnishornin ennþá of fá, til að nokkuð verulegt megi af þeim ráða. Jarðlögin bera óbrigðul merki um nálægð eldfjallanna, einkum í Fljótshlíð. Þar er mjög þykkur ösku- og leirblandinn jarðvegur ofan á mónum. Og í leirnunt undir mólögunum eru einnig öskulög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.