Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 6
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tvennu illu tóku þeir þó þann kostinn. En hann lét skynsemina ráða og aðrir óttann. Vöfðu þeir nú koddum um höfuð sér og bundu með líndúkum. Var þetta gert til þess að verjast vikurfallinu. En þó að dagur væri annars staðar, var liér nótt, öllum nóttum svartari og þykkari, enda þótt þeir hefðu marga kyndla og margs konar ljós. Hann afréð að fara niður að ströndinni til þess að sjá iiið næsta, hvort gæfi á sjó, en hafið hélzt enn autt og illúðlegt. Þar tók frændi minn af sér líndúkinn, lagðist niður á liann, bað hann hvað eftir annað um kalt vatn og drakk það. En nú tóku nrenn að flýja logana og brennisteinssvæluna, sem var forboði þeirra, en þetta örvaði hann. Hann studdist við tvo unga þræla, stóð upp, en féll þegar um koll örendur, eftii ]jví sem ég hef heyrt, vegna þess að Iiin þykka svæla gerði honum erfitt um andardrátt og þrengdi að barkanum, sem í eðli sínu var veikbyggður og þröngur, og fékk hann því tíð andköf. Nú rann aftur dagur, það var raunar þriðji dagurinn frá láti lians, og fannst þá líkið lieilt og óskaddað og var sveipað fötum þeim, sem hann hafði verið klæddur, og var því líkara, að hann svæfi en væri framliðinn. En þennan tíma var ég og móðir mín í Misenum. En það kemur ekki málinu við, því að þú vilt ekki vita um annað en fráfall lians. Læt ég því staðar numið. Einu vil ég þó bæta við. Ég hef lýst öllu, sem ég hef sjálfur reynt, og jafnframt því, sem ég hef heyrt, en þá er frásögnin nákvæmust. Þú skalt tína úr það helzta. En það er sitt hvað að skrifa bréf eða sögu vini sínum eða fyrir alþjóð. Vertu sæll! II Þú kveður bréf það, er ég ritaði þér um dauða frænda míns sam- kvæmt beiðni þinni, liafa leitt til þess, að þú óskir að vita, ekki ein- ungis hvaða áhyggjur ég hafi þolað, heldur og hvaða óhöpp hafi dunið yfir mig, þegar ég var skilinn eftir í Misenum, en þar var fyrr frá horfið. Enda þótt hugann hrylli við minningunum, byrja ég. Eftir brottför frænda míns notaði ég tímann til lesturs, enda varð 'ég eftir til þess. Nokkru síðar fór ég þó í bað, snæddi og svaf um stund og þó órólega. Um marga undanfarna daga höfðu gengið jarð- skjálftar, en liöfðu þó valdið fremur litlum ugg, þar sem þeir eru aigengir í Campaníu. En þessa nótt færðust þeir svo í aukana, að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.