Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN 67 en í margar mínútur samfleytt fann ég enga aðra skýringu en þetta væru menn og var jafnvel sannfærður um það. Ég breytti um stefnu og ætlaði að ganga til þeirra, nærri þvert úr leið. Þá tók ekki betra við. Þegar ég nálgaðist staðinn, þar sem ég hafði haldið mennina vera, kom í ljós, að þeir voru nriklu lengra í burtu — uppi í hraun- brún hinum megiii við Loddavötn. Af því leiddi aftur, að þeir hlutu að vera líkari tröllum en mennskum mönnum að vexti. En Jressi sjónhverfing stóð ekki lengi. Nú sá ég fleiri hluti iða og sprikla þarna neðst í liraunbrúninni. Þetta var tíbrá. „Mennirnir" voru ekki annað en litbrigði í urðinni, dökkar gjótur og ljós mosi. — En tíbrá um nótt og í hálfrökkri er sannarlega sjaldgæft fyrirbæri. Það, sem veidur tíbrá yfirleitt, er mismunur á ljósbroti í heitu lofti og köldu. Þar sem mætist heitara og kaldara loft, verður beygja á leið Ijósgeislanna. Takmörkin verða yfirleitt ekki sléttur flötur, heldur streymir hvort loftið inn í annað og blandast smám saman. Af þessari hreyfingu sýnast þeir hlutir á iði, sem sjást í gegnum blöndu af mjög misheitu lofti. Algengasta tíbrá, sem við sjáum, staf- ar af því, að í sterku sólskini hitnar jörðin og neðsta loftlagið meira en loftið uppi yfir. í Heklugosinu mátti líka sjá sterka tíbrá yfir heitum hraunum. — En tíbráin yfir Loddavötnum þessa nótt hlvtur að Jiafa stafað af því, að þar var ískalt kolsýruloft að streyma saman við miklu hlýrra andrúmsloft uppi yfir, og kemur þá ekki aðeins til greina hitamismunurinn, heldur einnig mismunur í efnasam- setningu tveggja loftlaga. Ég taldi nærri víst, að kolsýrutjörn lægi ylir Loddavötnum Jjessa kyrru nótt, og þótti mér tíbráin benda til þess. Fróðlegra hefði nú samt verið að ganga úr skugga um Jxið. En Jdó að ég ætti skammt eftir til vatnanna, nennti ég þangað ekki, því að ég var orðinn mjög lúinn eftir göngu allan daginn og auk Jress meiddur á hné og hálf- haltur. Morguninn eftir kom samt sönnunin: Ær og lamb fundust nýdauð hvort í sinni laut við Loddavötn. Kolsýra i vatni Sama kvöld sem ég kom úr kolsýruleitinni fyrir austan Heklu, komu þeir Árni Stefánsson, Sigurður Þórarinsson og Trausti Einars- son að Næfurholti. Þeir fóru snemma morguns daginn eftir (þ. e. 24. júlí) inn að Loddavötnum (en ég svaf fram undir hádegi). Þar fundn þeir hræin af kindunum, sem fyrr var getið, en kolsýrutjörnin, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.