Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 bjarga Rectinu, heldur og raörgura öðrum, því að þéttbýlt var á hinni fögru strönd. Hélt liann nú sem hvatast, þangað sem aðrir flúðu frá, og hélt beina stefnu og stýrði beint út í hættuna. Svo óttalaus var hann, að hann las fyrir og skrifaði niður öll atriði þess- ara hamfara og lýsti öllum fyrirbrigðum, eins og þau kornu honum fyrir sjónir. En sem skipin nálguðust fjallið, varð öskufallið þéttara og lieitara, og féll ýmist vikur blandinn svörtum steinum, sem brotnir voru og sviðnir af eldinum, eða allt í einu urðu fyrir grunn og strendur, sem hrúgazt Iiöfðu upp af gosefnum. Hann hikaði nú lítið eitt og hug- leiddi, hvort liann ætti að snúa til baka, og segir því við stýrimann- inn, sem hvatti hann þessa ráðs: „Hamingjan fylgir hinum hraustu. Haltu áfram til Pomponianusar." Hann var þá staddur í Stabiae, og lá allur flóinn á milli þeirra, en hafið flæddi smám saman yfir bogadregna strandlengjuna. Enda þótt ei væri bráð hætta fyrir dyrum, var hún þó augljós. En er hún óx og barst mjög að höndum, hafði hann borið föng sín á skip og ákvað að flýja, ef mótvindinn lægði. Þangað sigldi nú frændi minn hraðbyri og umfaðmaði hinn hrædda mann, huggaði liann og hughreysti, en til þess að eyða ótta hans nreð öryggi. sínu skipaði hann að færa sig í bað. Að því búnu leggst hann við matborðið, snæðir og er kátur eða læzt vera það, sem eigi er ntinna um vert. Meðan þessu fór fram, sáust á ýmsum stöðum miklir logar og há- reist bál leiftra upp úr Vesúvfjalli, jók næturmyrkrið á birtu þeirra og Ijóma. Til þess að draga úr óttanum stagaðist frændi minn á því, að þetta væru eldar, sem bændur hefðu hlaupið frá í skelfingu, er þeir yfirgáfu þorpin, og hefðu þeir kveikt í húsunum. Að því búnu gekk hann til náða og sofnaði vært um stund. En þeir, sem voru á verði, heyrðu andardrátt hans, sem var nokkuð þungur og með hrotum, af því að hann var feitlaginn. En húsagarðurinn, þaðan sem gengið var inn í skálann, hafði nú fyllzt svo mjög af ösku og vikri og hækkað, að honum hefði ekki orðið útgöngu auðið, ef hann hefði dvalizt lengur innan húss. Hann var því vakinn og fór aftur út til Pomponiusar og hinna annarra, sem höfðu vakað um nóttina. Báru Jreir nú saman ráð sín um ]>að, hvort Jieir ættu að halda kyrru fyrir innan húss eða vera á ferli úti við, því að húsin riðuðu í geysilegum og þéttum jarðskjálftakippum, líkt og þau væru laus af grunni, og virtust varpast til og frá. En undir beru lofti var aftur að óttast vikurinn, þótt hann væri léttur og gljúpur, en af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.