Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 59 úr hraungjótum rétt ofan við túngarðinn í Næfurholti, á svonefndri Krikabrún varla meira en 200 m frá bænum. Þetta var geigvænlegt í meira lagi: Einhver ólyfjan, sem menn vissu það eitt um, að orðið hafði að bana spendýrum og fuglum, var tekin að streyma upp úr jörðunni heima við bæ. Og þar sem þessa hafði ekki orðið vart áður, mátti búast við, að það væri að ágerast og breiðast út til fleiri staða. Næstu daga smöluðu Næfurholts- og Hólamenn og ráku allt fé úr austurhögunum, þeiin sem næst 1 iggja Heklu, út í Hraunteig við Rangá, þar sem þeir töldu því réttilega minni hættu búna. Dauðaorsökin kemur i Ijós Um atburði þá, sem hér getur að framan, frétti ég sama sem ekk- ert fyrr en laugardagskvöldið 10. júlí. Þá kom ég að Næfurholti ásamt mörgu fólki, sem ferðaðist á vegum Ferðaskrifstofunnar, og var ég ráðinn leiðsögumaður þess á Heklutind daginn eftir. Eins og vera bar undir fjallgönguna, gekk flest samferðafólkið til náða um háttatíma. En á meðan sögðu systkinin í Næfurholti mér frá fjárdauðanum og öðrum þeim tíðindum, sem ég hef endursagt hér að framan. (Haraldur bóndi í Hólum var ekki heima um þessa helgi.) Ekki man ég, hvort mér datt kolsýra í hug þá strax. En um lágnættið fylgdu þeir Geir í Næfurholti og Sverrir í Hólurn mér upp að lautinni á Krikabrún, og þar var ekki um að villast, livað var á seiði. (Bílstjórinn okkar frá Ferðaskrifstofunni var einnig með í þessari ferð og gekk ötullega fram í að kanna kolsýruna, en nafni hans hef ég gleymt). Veður var kyrrt um nóttina, en þó ekki fullkomið logn, léttskýj- að, en þoka á fjöllum og löðrandi áfall á grasi. Krikabrún er brún á gömlu Hekluhrauni, algróin grasi og með þykkum jarðvegi. I henni er ílöng laut með stefnu h. u. b. ANA— VSV og skarð út úr til norðvesturs. Lautarbotninn er þó nokkru lægri en skarðið, og stöku sinnum stendur þar vatn á veturna, þeg- ar jarðvegurinn verður vatnsheldur af klaka. Hraunlaust virðist vera undir jarðveginum í skarðinu og um mikinn hluta lautar- botnsins, og er hún því fremur vik inn í hraunjaðar er hraungjóta. f báðum endum lautarinnar og neðst í suðausturbrekku iiennar eru samtals fimm litlar holur í jarðveginn. Ekki er að efa að á þeim stöðum er hraun undir. Þessar holur eru í engu frábrugðnar þeint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.