Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 53 ekki var nóg með, að allt lnistist, heldur virtist það £ara á annan endann. Móðir mín kom nú í ofboði inn í herbergi rnitt, en ég var hins vegar í þann veginn að fara á fætur til þess að vekja hana, e£ hún skyldi sofa. Settumst við nú í húsagarðinn, sem er skammt upp frá sjónum. Ég veit ekki, hvort á að kalla það hugdirfsku eða iieimsku, því að ég var ekki nema á 18. ári, en ég bað um bók Titusar Livíusar og las nú, eins og ekkert hefði í skórizt, og gerði jafnvel út- drátt úr henni, eins og ég liafði byrjað á. En er vinur frænda míns, sem var nýlega kominn til lians frá Spáni, sér mig og móður mína sitja og mig meira að segja með bók í hendi, ávítar hann okkur, hana fyrir þolinmæði og mig fyrir óttaleysi. Þrátt fyrr þetta hélt ég lestr- inum áfram sem ákafast. Þetta var um fyrstu stund dags, og var dagsbirtan enn óskýr og döpur. Við vorum að vísu utan húss, en þó á þröngu svæði, og þar sem húsin umhverfis það léku á reiðiskjálfi, virtist mikill og augljós háski á, að þau hryndu ofan á okkur. Virtist okkur þá fyrst mál til komið að yfirgefa bæinn, en skelfdur lýðurinn fylgdi nú eftir og sýndi í því eitthvað, sem líkist varfærni í hræðslu sinni, að Itann vildi heldur hlíta annarra ráði en sínu. Tróðst hann nú að okkur í þéttum skara og knúði okkur áfram. Þegar við vorum komin út úr bænum, námum við staðar. Margt vakti þar undrun, og margar skelfingar urðum við að þola. Vagnar, sem við höfðurn skipað að hafa til taks, sviptust til og frá, þó að þeir stæðu á rennsléttri grund og stóðu ekki kyrrir, þótt þeir væru studdir grjóti. Auk þessa sáum við, að sjórinn sogaðist frá ströndinni, líkt og jarðskjálftinn varpaði honum á braut. Auðsætt var, að ströndin hafði breikkað, og mörg sjávardýr lágu eftir á þurrum sandinum. En á hina höndina reis hið kolsvarta og ægilega ský, sundurtætt af greinóttum, hlykkjóttum leiftrum og sundraðist í langaf logatungur. Líktust leiftur þessi eld- ingum, en voru þó stærri. Þá segir þessi vinur l'rænda míns, er áður getur og kominn var frá Spáni,' með enn meiri ákefð og alvöru- þunga: „Ef bróðir þinn, frændi þinn, er á líli, þá vill hann, að þið bjargizt, ef hann hefur farizt, vill hann vita ykkur borgið. Því frestið þið þá undankomu ykkar?“ Við svöruðum, að við teldum ekki rétt- mætt að hugsa um björgun okkar, meðan óvíst væri um afdrif lians. Nú beið hann ekki lengur boðanna, lteldur flúði á harða spretti úr hættunni. Nokkru síðar féll mökkurinn til jarðar niður, lagðist yfir sjóinn, hafði nú umlukt Caprí og hulið Misenumhöfða. Þá tók rnóðir mín að biðja, hvetja og skipa, að ég kæmi mér undan með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.