Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 2

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 2
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN uðrit Thorqddsens um eldfjallasögu Islands, Die Geschichte der is- landischen Vulkane, var fullbúið til prentunar fyrir fjórum áratug- um, eða 1912, þótt ekki kæmi það út fyrr en 1925, að höfundi sín- um látnum. Margt hefur gerzt í islenzkum fræðum síðan Thoroddsen reit þessi rit, nýjar heimildir hafa verið dregnar fram í dagsins Ijós, t. d. ann- álabrot Gísla biskups Oddssonar, er síðar verður oft vikið að, en fyrst og fremst hefur viðhorf til ýmissa heimilda mjög breytzt. Það er ekki kastað neinni rýrð á hin stórmerku brautryðjendarit Þorvalds Thoroddsens, þótt því sé haldið fram, að spurningunni: Hversu mörg eru Heklugosin?, verði ekki svarað viðunandi með því einu að vísa til þessara rita. Þorvaldur Thoroddsen var barn síns tíma sem fræðimaður. Með óþreytandi elju safnaði hann heimildum um náttúruviðburði íslenzka, eldgos, jarðskjálfta, ísaár. En hann gagnrýndi sjaldan þessar heim- ildir eða vó sönnunargildi einnar móti annarri. Hann efaðist lítið, fremur en flestir samtímamenn hans, um sannsöguleik Islendinga- sagna. Hann tók fullgildar frásagnir Espólíns og Björns á Skarðsá af aldagömlum atburðum. Nútímafræðimaður hlýtur að líta þetta öðr- um augum. Frásögn Gísla biskups Oddssonar af Heklugosinu 1636, skrifuð í Skálholti árið eftir gosið, þ. e. skrifuð af manni, sem hefur haft þetta gos fyrir augunum, er miklu merkari heimild um þetta gos en frásögn Espólíns af sama gosi, skrifuð norður í landi nær tveim öldum síðar. Nútímafræðimanni nægir ekki að vita, að gos er nefnt í einhverjum annál. Hann hlýtur einnig að rannsaka, hvort annáll- inn sé samtíma heimild eða ekki, hvort hann sé skrifaður í öðrum landshluta en atburðurinn gerðist eða í sama héraði. Frásögn Einars prests Hafliðasonar í Lögmannsannál um Heklugosið 1300 verður hon- um meira virði en ella, þegar sýnt hefur verið fram á, að Einar Haf- liðason, sem annars dvaldist mest allan aldur sinn norðanlands, var þó um tveggja ára skeið, 1331—1333, prestur í nágrenni Heklu, og hann metur það einnig nokkurs, að annállinn er til í eiginhandar- riti Einars. Hann telur það ekki ábyggilegri sönnun fyrir gosi, að þrír annálar geta þess, heldur en þótt aðeins einn nefni það, ef hægt er að sýna fram á, að annálarnir byggja allir á sömu heimild eða þær yngri hafa tekið frásögnina eftir þeim elzta. Hann leggur ekki mikið upp úr lýsingum Setbergsannáls á eldri Heklugosum, eftir að hafa kynnzt vinnubrögðum annálshöfundar, Gísla Þorkelssonar, sem upplifði Heklugosið 1693 og sýður síðan saman úr reynslu sinni af

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.