Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 28
Theódór Gunnlaugsson: Um hreiðurgerð íslenzka fálkans Nýlega barst mér í hendur bók, sem ég hafði lengi þráð að sjá. Heitir hún: „The Handbook of British Birds“. Af hendingu varð fyrst fyrir mér 3. hefti hennar, en það byrjar á ránfuglunum. Um stund gleymdi ég mér við að athuga hinar ágætu myndir af þeim, en fljótt rumskaði forvitnin og heimtaði tafarlaust að vita, hvað þeir visu menn segðu um íslenzka fálkann. Og satt að segja varð ég alveg hissa, hve oft þeir hittu naglann á höfuðið. Þar sem ég hef haft náin kynni af fálkanum okkar frá barnsaldri, ákvað, ég eftir að hafa lesið um hann í fyrrnefndri bók, að biðja nú „Náttúrufræðinginn" að birta þessar línur. Allir, sem veitt hafa fálkum athygli, komast fljótt að þvi, að um- hverfi ræður talsverðu um varpstaði þeirra og hreiðurgerð eins og annarra fugla. Þótt þeir kunni bezt við sig í litlum skútum i gínandi standbjörgum og gljúfrabeltum, þar sem enginn kemst að þeim nema fuglinn fljúgandi, þá gera þeir sér oft að góðu lága staði og gróður- sælli, jafnvel lág klettabelti með grastóm og syllum eins og frændi þeirra smyrillinn, þar sem auðvelt er að komast að hreiðrum þeirra og athuga allt „smiðið“. Aldrei hef ég þó heyrt þess getið, að fálkar hafi orpið á bersvæði eða á næstum láréttu landi. En það er margt skritið í heiminum. Og eitt af því er það, hve ýmsir fuglar eru fljótir að uppgötva, hvemig þeir eigi að haga sér í þessum sökum, eftir um- hverfi, veðurfari o. fl., svo að hinni dýrmætu eign þeirra, eggjunum, sé bezt borgið. Ég nefni hér aðeins sem dæmi, að þrestir, sem venju- lega verpa niðri við jörð við víði-(birki)stofna, gera sér hægt um vik og búa til hengirúm hátt frá jörð, þegar samfelld snjóbreiða liggur yfir landi á þeim tíma, sem hin mikla stund — varptíminn — rennur upp. Einnig velur músarrindillinn sér hreiðurstað eftir umhverfi ým- ist uppi við loft undir holum bökkum (við ár, læki, jarðföll o. fl.) og sérstaklega þar, sem birki- og víðirunnar teygja rætur sínar, eða þá í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.