Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 42
102 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN 24. nóvember: Jón Eyþórsson, veðurfræðingur: „Rannsóknarleiðangurinn á Vatna- jökul, veturinn 1951“. Árni Stefánsson, bifvélavirki, sýndi kvikmynd, er hann gerði af leiðangrinum. Ennfremur sýndi Guðmundur Einarsson, myndhöggvari, kvik- mynd, er hann hafði gert á þessum slóðum. Með erindunum voru sýndar skuggamyndir eða kvikmyndir, og um sum þeirra ui-ðu nokkrar umræður. Að meðaltali sóttu 53 manns hverja samkomu. Farnar voru 3 ferðir á sumrinu, og voru þær þessar: 7. júní: Farið í Heiðmörk og gróðursettar 1500 trjáplöntur, i landi, sem félag- inu hafði verið úthlutað þar. Þátttakendur voru 23. 13. júlí: Fræðsluferð til Krísuvikur undir leiðsögn Guðmundar Kjartanssonar, mag. scient. og Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar. Þátttakendur voru 33. 7. september: Fræðsluferð út í Viðey. Leiðbeinendur voru þeir Ingimar Öskars- son, grasafræðingur, Steindór Steindórsson, menntaskólakennari og dr. Sigurður H. Pétursson. Matthias Þórðarson, þjóðminjavörður, flutti erindi um sögu staðarins. Þátttakendur voru 43. Útgáfustarf semi Félagsskýrslan. Skýrslurnar fyrir árin 1944—1946 komu út í einu lagi árið 1951. Voru þær skrifaðar af dr. Finni Guðmundssyni, og eru það siðustu skýrsl- ur félagsins, sem gefnar eru út sérstaklega. Skýrslurnar fyrir árin 1947—1949, skrifaðar af dr. Sigurði Þórarinssyni, birtust í Náttúrufræðingnum s.l. ár, og skýrslur áranna 1950—1952 birtast nú hér. Næsta ár birtist svo skýrsla ársins 1953, og er þess að vænta, að skýrslurnar birtist þannig reglulega á hverju ári eftirleiðis. NáttúrufrœSingurinn. Utgáfa timaritsins „Náttúrufræðingurinn" hefur verið með svipuðu sniði á árunum 1950—1952 og á undanförnum árum. Stærð og frá- gangur texta og kápu er óbreytt, en bætt var við 2 myndasíðum s.l. ár. Er sérstak- lega til þessara mynda vandað, og er ætlunin að birta þannig flokk mynda af is- lenzkum fuglum, en siðan aðra flokka. Sér dr. Finnur Guðmundsson um útgáfu þessa fyrsta flokks. Við það, að Náttúrufræðingurinn var gerður að félagsriti, leiddi það af sjálfu sér, að skýrslur félagsins yrðu birtar þar. Skýrslur þessar hafa tekið nokkuð mikið rúm núna fyrstu tvö árin, meðan verið var að vinna upp þær tafir, sem orðið höfðu á útgáfu þeirra, en eftirleiðis mun skýrslan aðeins taka örfáar síður í Náttúrufræðingnum ár hvert. Samkvæmt lögum félagsins skal og birta í Nátt- úrufræðingnum félagatal 5. hvert ár, og verður það gert i fyrsta sinn næsta ár. Sá einstæði atburður skeði í nóvember 1952, að mjög rausnarleg gjöf var gefin til styrktar Náttúrufræðingnum. Var það Þorsteinn Kjarval, sem færði ritinu að gjöf 45 þúsund krónur í peningum. Er fé þetta ávaxtað í sparisjóðsbók með 6% vöxtum, og verður vöxtunum varið til þess sérstaklega að standa straum af mynda- flokkum Náttúrufræðingsins, en höfuðstóllinn verður ekki skertur, nema mikið liggi við. Styrkir úr félagssjóði til útgáfu Náttúrufræðingsins hafa verið þessir: Árið 1950 kr. 3000,00, árið 1951 kr. 6000,00 og árið 1952 kr. 11000,00. Hefur útgáfukostnað- urinn farið stöðugt vaxandi, m. a. vegna hins nýja myndaflokks. Ekki mun þó út- gáfan verða dregin saman á neinn liátt, en reynt verður að finna nýjar leiðir til spamaðar og tekjuöflunar. Undanfarin 6 ár hefur tímaritið verið prentað í Hóla- prenti h.f., en um síðustu áramót var það flutt í prentsmiðju Leifturs h.f. Ritstjóri Náttúrufræðingsins 1950—1952 hefur verið dr. Sigurður Þórarinsson, en i fjarveru hans dr. Hermann Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.