Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 25
MYNDIR ÚR JARÐFRÆÐI ISLANDS I 85 nær stöðugt virkur, og var það ýmist, að hann þeytti upp hraun- flykkjum með miklum hvellum eða hann blés út ösku með þungu hvæsi. 1. mynd sýnir slíkt öskugos. Sést greinilega „blómkálshöfða“ (cauliflower) myndun í mekkinum, en hún er einkennandi fyrir hraðfara og rykkjótt uppstreymi lofts, sem er heitara en loftið um- hverfis. Það er sama fyrirbæri, og þegar kolareykur hnyklast upp úr reykháfum gufuskipa, þegar miklu er mokað á vélina, og svipað má sjá, er skýjaklakkar myndast við uppstreymi lofts á heitum sumar- degi. Mökkurinn er hlaðinn ösku, sem er það gróf, að það þarf all- sterkt uppstreymi til að lyfta henni. 1 forgrunni makkarins sést, hvar þessi aska sáldrast niður úr „blómkálshöfði", sem getur ekki haldið henni í sér lengur, þar eð uppstreymið er orðið of hægt. 1 forgrunni myndarinnar er hraun frá fyrsta gosdeginum litað af gosefnum, en sjálfur gíghóllinn er í hvarfi. Hann var þá búinn að ná nokkurri hæð, þótt miklu minni væri en síðar varð, var reglulega keilulaga, með dálítið íbjúgum útlínum, og virtist hlaðinn upp nær eingöngu úr hraunkúlum og -kleprum. Hinn 3. maí breyttist gosið bæði í Toppgíg og Axlargíg. Hinar háværu sprengingar hættu að mestu, en þeir tóku að blása út ösku nær án afláts. Fór svo fram þar til um 20. júní. Hlóðst Toppgígur hratt upp á þessu timabili. Eftir 20. júní rénaði mjög gosið í honum, en þó voru sprengingar og stuttar öskugoshrinur með vaxandi milli- bili fram undir miðjan september. Hinn 29. júní, réttum þrem mánuðum eftir gosbyrjun, var gengið á gíginn í fyrsta skipti (S.Þ., Á. Stefánsson, E. Sæmundsson). Hafði hann þá hækkað mjög og mun ekki hafa bætt verulega við hæð sína eftir það. Varla var þá vært uppi á gígbörmunum fyrir svækju, og vSnið gegnum Toppgig samkvæmt mælingum höfundar. — Section through Topp- gígur. Based on author’s measurements.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.