Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 6
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN en það gos er í lífstíð annálshöfundar sjálfs. Þetta gos var þó ekki í Heklu sjálfri. Thoroddsen segir það hafa verið í fjallshrygg norð- austur af Heklu, en þar hefur hann misskilið Jón Egilsson, sem skrif- ar: „Anno domini 1554 var eldur uppi í Heklu, ekki í henni sjálfri, heldur framar í fjöllum, i dagmálastað að sjá frá Hólum, úr staðar- dyrunum." * Þessir Hólar, sem um er talað, eru efalaust Hrepphólar, en þar var Jón Egilsson sjálfur prestur, og er þetta gos varð, var afi hans þar prestur. En dagmálastaður, þ. e. suðaustur frá Hrepphólum, er ekki norðaustan við Heklu, heldur suðvestan við hana, enda kem- ur það heim við orðalag Jóns: framar í fjöllum, en samkvæmt sunn- lenzkri málvenju þýðir það suðvestar í fjöllunum. En þetta hefur Þorvaldur Thoroddsen misskilið, líkast til vegna áhrifa frá norð- lenzkri málvenju, þar sem framar i fjöllum merkir innar í fjöllum. Um þetta gos skrifar Jón Egilsson ennfremur: „Þessi eldur kom upp um vorið, í millum krossmessu og fardaga, og var nær uppi uppá VI vikur. Eldurinn var dökkrauður að sjá, og voru þrír á kvöldin, og stóðu rétt í loft upp, ógnarlega hátt." Ennfremur segir: „Með þeim eldi sem var anno 1554 var nokkuð öskufall, svo sjá mátti á jörðu og menn finna á andliti." Bendir þetta til þess, að ekki hafi verið um mikið öskugos að ræða. Ekki verður sagt með neinni vissu um legu eldstöðvanna, en hugsað gæti ég mér, að gosið hefði verið úr smá- gígum þeim inn með vesturhlíð s. k. Hestöldu rétt inn af Rauðöldum (sbr. mynd), sem fóru i kaf í síðasta Heklugosi. Næsta gos er samkvæmt ritum Thoroddsens 1578. Þær heimildir, sem hann vísar til, eru annáll Björns á Skarðsá og Árbækur Espólíns. Espólín skrifar: „þá kom upp eldur um haustið í Heklu og gjörði landskjálfta, svo margir bæir hrundu í Ölvesi; hús hristust hálfa stund, og var það eftir allra heilagra messu; féll þá fé sumstaðar."2 1 Skarðsárannál segir: „kom jarðskjálfti eftir allra heilagra messu um kveld, svo húsin hristust hálfa stund."3 Þar er Heklugossins ekki getið, og er þá Espólín einn til frásagnar um það. 1 annálabrot- um Gísla biskups Oddssonar, Annalum in Islandia Farrago, er þessa goss að engu getið. Ekki getur Jón Egilsson þess heldur, og er hann þó prestur í Hrepphólum um þær mundir og getur ýmissa atburða þetta ár, t. d. fjárfellisins áðurnefnda.4 1 sinni gagnmerku Islands- 1) Safn t. s. Isl. I, bls. 101. 2) Árb. Esp., V. deild, bls. 27. 3) Ann. 1400-1800 I, bls. 158. 4) Safn t. s. Isl. I, bls. 111.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.