Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 51
LÖG HINS ISLENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS 111 4. gr. Félagar geta allir orðið, hvort sem er hér á landi eða erlendis, með þeim skil- yrðum, er hér greinir: a. Ársfélagar, þeir, sem greiða 40,00 kr. í félagssjóð árlega. b. Ævifélagar, þeir, sem greiða 800,00 kr. í félagssjóð í eitt skipti fyrir öll. c. Heiðursfélagar og kjörfélagar, þeir, sem kjörnir eru á aðalfundi eftir tillög- um stjórnarinnar. 5. gr. Félagsgjald sitt skal hver nýr félagsmaður greiða við inngöngu i félagið. Ann- ars skal árgjaldið greitt fyrir lok marzmánaðar ár hvert. 6. gr. Fimm manna stjórn, sem kosin er til eins árs í senn, sér um framkvæmdir félagsins og annast öll málefni þess. Stjórnin skipti sjálf með sér störfum. 7. gr. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helztu framkvæmdum á liðna érinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir endurskoðendur reikninganna með skriflegri kosningu. Auk þess séu kosnir tveir varamenn í stjóm og einn varaendurskoðandi. d. önnur mál. Aðalfund skal boða í Lögbirtingablaðinu og útvarpi með fjögra vikna fyrirvara. Auk þess skal þeim félagsmönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni, boðaður fundurinn skriflega með fárra daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum i öll- um málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst % greiddra atkvæða. 8. gr. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis. I hon- um skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins og félagatal fimmta hvert ár. 9. gr. Ákvæði til bráðabirgða: Þeir, sem gerzt hafa ævifélagar fyrir aðalfund 1952, geta eftir eigin vali fengið Náttúrufræðinginn á 30,00 kr. árganginn, eða sérprentun af skýrslu félagsins ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.