Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 51
LÖG HINS ISLENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS 111 4. gr. Félagar geta allir orðið, hvort sem er hér á landi eða erlendis, með þeim skil- yrðum, er hér greinir: a. Ársfélagar, þeir, sem greiða 40,00 kr. í félagssjóð árlega. b. Ævifélagar, þeir, sem greiða 800,00 kr. í félagssjóð í eitt skipti fyrir öll. c. Heiðursfélagar og kjörfélagar, þeir, sem kjörnir eru á aðalfundi eftir tillög- um stjórnarinnar. 5. gr. Félagsgjald sitt skal hver nýr félagsmaður greiða við inngöngu i félagið. Ann- ars skal árgjaldið greitt fyrir lok marzmánaðar ár hvert. 6. gr. Fimm manna stjórn, sem kosin er til eins árs í senn, sér um framkvæmdir félagsins og annast öll málefni þess. Stjórnin skipti sjálf með sér störfum. 7. gr. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helztu framkvæmdum á liðna érinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir endurskoðendur reikninganna með skriflegri kosningu. Auk þess séu kosnir tveir varamenn í stjóm og einn varaendurskoðandi. d. önnur mál. Aðalfund skal boða í Lögbirtingablaðinu og útvarpi með fjögra vikna fyrirvara. Auk þess skal þeim félagsmönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni, boðaður fundurinn skriflega með fárra daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum i öll- um málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst % greiddra atkvæða. 8. gr. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis. I hon- um skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins og félagatal fimmta hvert ár. 9. gr. Ákvæði til bráðabirgða: Þeir, sem gerzt hafa ævifélagar fyrir aðalfund 1952, geta eftir eigin vali fengið Náttúrufræðinginn á 30,00 kr. árganginn, eða sérprentun af skýrslu félagsins ókeypis.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.