Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 37
BÖKARFREGN 97 á, að land okkar er ein af þessum úthafseyjum. Vafasmt þykir mér sumt af því, sem bókarhöfundur skrifar um loftslagsbreytingar og or- sakir þeirra. Virðist hún helzt hallast að þeim mjög svo umdeildu kenningum, sem prófessor Otto Pettersson í Gautaborg setti fram á sínum tima. Get ég, að mestu muni hér um valda aðdáun hennar á syni Otto Petterssons, haffræðingnum Hans Pettersson, þeim er stjórnaði A/baLross \e\ðangrinum. 1 þeirri byrjendakennslubók i ensku, sem ég las á æskuárum, stóð þessi setning: Iceland is called an island because the sea surrounds it — ísland er nefnt eyja, af því að það er ægi girt. Engin þjóð er ægi háðari en við íslendingar, en þekking okkar á hafinu er áreiðan- lega ekki í réttu hlutfalli við þýðingu þess fyrir okkar þjóðarbúskap og afkomu alla. Bók Rachel L. Carson getur bætt hér verulega úr. Þýðinguna hefur Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari, gert. Ég hef borið hana nokkuð nákvæmlega saman við frumritið, og virð- ist mér hún heildarlega séð mjög góð. Hermann Einarsson, fiskifræð- ingur, skrifar formála að bókinni, og get ég tekið undir lokaorð hans, að þeir, er bókina lesa, muni tileinka sér nýjan skilning á þeim nátt- lirulögmálum, sem valda sköpum i lífi og tilveru íslenzku þjóðar- innar. Sitt af hverju Hjartaskel á Rauðasandi. I fyrsta hefti Náttúrufræðingsins þ. á. skrifar Ingimar Öskarsson um skel, sem hann kallar „Hjartaskel". Hér á Rauðasandi er ós í gegnum Rifið og talsvert stórar leirur fyrir ofan, sem fyllast af sjó á hverri flæði, en þorna um fjöru nema álar, sem vatn og sjór er í. 1 og með bökkunum á þessum álum er nokkuð af þessari skel, helzt í bökkunum. Fyrir 2 árum sá ég þessar skeljar á bæ, sem er við vaðalinn. Voru þær kúptari og minni en venjulegar báruskeljar, sem við köllum. Stúlka, sem alizt hefur upp við vaðalinn, segist ekki hafa tekið eftir þessum skeljum fyrr en fyrir fjórum árum, og sé þeim mikið að fjölga. Hún segir, að fiskurinn í skelinni sé laus í sér og eins og hlaupkenndur. Lambavatni, 20. maí 1953. Ölafur Sveinsson. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.