Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 16
Jón Rögnvaldsson: Nokkur orð um Kew-garðinn í Lundúnum 1 suðvesturjaðri Lundúnaborgar, um 15 km suðvestur frá miðborg- inni, liggur hinn heimskunni grasagarður, sem venjulega gengur undir nafninu Kew-garðurinn (frb. kjú-), en heitir á ensku máli Royal Botanic Gardens, Kew. Kew-garðurinn er ekki aðeins stærsti og f jölskrúðugasti grasagarður í heimi, heldur er hann einnig sá fjölsóttasti. 1 rauninni mun grasa- garðurinn í Buitenzorg á Jövu vera fullt eins stór, ef hann er allur talinn í einu lagi. En hann er í þrennu lagi, og alllangt er á milli garðanna, einkum þess hlutans, sem er í 1500 m hæð y. s. 1 Kew- garðinn koma árlega tæpar tvær milljónir gesta, frá nálega öllum löndum heims, til þess að skoða garðinn, söfnin þar og aðrar stofn- anir, sem reknar eru í sambandi við grasagarðinn. 1 Kew-garðinum, eins og raunar í flestum grasagörðum, er plönt- unum aðallega raðað niður eftir skyldleika, og hver jurt, hvert tré og runni nafngreint skýrt og skilmerkilega. En það er líka margt fleira að sjá í grasagarðinum en hinn fjölbreytilegasta gróður. T. d. er þar flaggstöng ein mikil, sem er eintrjáningur, 61 m á hæð, úr Douglasgreni. Er hann gjöf frá British Columbia-fylki í Kanada. Enn- fremur eru þarna í görðunum margar fagrar aldagamlar byggingar, þar. á meðal Kew-höll, sem einu sinni var einn af bústöðum Breta- konunga. Þar er og 50 m há pagóða, og nokkur lítil hof í grískum stíl eru dreifð um garðinn. Nú eru stærstu byggingarnar notaðar fyrir söfn og rannsóknar- stofur, og eru sumar þeirra að sjá nýreistar. Enda vaxa söfnin svo að segja dag frá degi og krefjast sífellt meira og meira húsrúms. Er Kew-garðurinn sannkölluð Mekka grasafræðinga og garðyrkjumanna, er koma þangað hvaðanæva að til þess að leita sér alls konar upplýs- inga og fróðleiks. Af gjafafé frá náttúrufræðingnum heimskunna, Charles Darwin,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.