Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 12
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
svo, af miskunnsamri Guðs ráðstöfun, að vér höfum ekki orðið þeirra
varir nokkra stund.“ 1
tJr háhrygg Heklu er einnig stórgosið 1693, en um það eru til næg-
ar samtímaheimildir, m. a. hréf skrifað af Daða presti, bamsföður
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Þetta bréf er næsta torlesið, og hefur
Thoroddsen misskilið sumt í því, svo sem þá er hann segir, að í Þjórs-
árdal hafi fallið hraunkúla (bomha) 2 m í ummál. Samkvæmt frásögn
Daða var hraunkúlan hálfur faðmur, þ. e. tæpur metri, í ummál.2
Þá er það gosið 1725. Um það skrifar Thoroddsen, að snemma
morguns þ. 2. apríl hafi eldur brotizt út bæði úr Heklu sjálfri, svo
og norðan og sunnan við hana; hafi eldsúlur sézt úr háhrygg Heklu,
og hafi frá Rangárvöllum verið taldir 9—11 eldstólpar í einu.3 Sam-
kvæmt þessu ætti þetta gos að teljast til gosa í hinni eiginlegu Heklu.
En þetta stangast við samtimaheimildir þær, er Thoroddsen vísar til.
Jón prófastur Halldórsson í Hítardal skrifar: „Þann sama morgun
komu upp stórir jarðeldar, bæði fyrir norðan og sunnan Heklu, en ekki
í henni sjálfri, svo og ofan eftir hrauninu skammt fyrir ofan byggð
á Rangárvöllum. Þóttust sumir geta talið 9, aðrir 11 elda uppi í senn
á ýmsum stöðum. Vöruðu langt fram á vorið.“4 Og Þorsteinn Magn-
ússon sýslumaður, skrifar um Heklu í sýslulýsingu Rangárvallasýslu,
að „udi de islandske Annalibus findes opteigned hvorofte den har
staaet i brand, siden Kristendommens Indförelse i Landet, neml. Aar
1104. 1157. 1222. 1300. 1341. 1362. 1389. 1558. 1663. 1693. og til
sidst 1725 da ilden ikke udkom af det sædvanlige Gab udi Fieldet, men
af Röunet, som ligger under Fieldet.“5 I báðum þessum samtíma-
heimildum er það beinlínis tekið fram, að gosið hafi ekki verið úr
Heklu. Mælifellsannáll, sem einnig er samtímaheimild um þetta gos,
getur þess aðeins að „eldur sást upp koma í fjallinu fyrir austan Heklu
um páskaleytið“.(i Espólín segir og aðeins: „Brann þá hraunið hjá
Heklu“.7
Thoroddsen getur þess og, að samkvæmt Ferðabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar, en þeir gengu á Heklu 1750, hafi jarð-
1) Annálabrot, bls. 47—48.
2) J.S. 422 4to.
3) Die Gesch. d. isl. Vulk., bls. 155.
4) Ann. 1400-1800, II, bls. 600.
5) Islands Geografiske Beskrivelser. I'jskjs. 221, bls. 164—165.
6) Ann. 1400-1800 I, bls. 632.
7) Árb. Esp. IX, bls. 93.