Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 7
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 71 : : x: :^fl^^^11lí#íi; í : ¦ ¦ ilppf ¦ : ¦ f-l:: ^'W^M3ffP||§|l| : 1 : Eldvörp innan við Rauðöldur, e. t. v. frá gosinu 1554, eru að hverfa undir nýtt Hekluhraun. — Small craters NE of Raudöldur. These craters probably erupted in 1554 and are now hidden by the new Hekla lava. — Ljósm. S. Þórarinsson 23. V. 1947. lýsingu, Qualiscunque descriptio Islandiae, sem skrifuð er um 1593, hrekur höfundurinn, Sigurður Stefánsson Skálholtsrektor, þá skoðun útlendra fræðimanna, að eldur brenni stöðugt í Heklu og skrifar í því sambandi: „varla er nokkur af þessari kynslóð á Islandi, er séð hafi reyk úr Heklu, hvað þá heldur verið heyrnar- eða sjónarvottur að hamförum hennar." (Nam hac ætate uix inuenietur in Islandia, qui Heklæ fumum, nedum furores ipsos, uiderit uel audierit").1 Útgefandi Qualiscunque, þýzki fræðimaðurinn Fritz Burg, skrifar, að þetta sé þó í öllu falli fjarstæða hjá Sigurði, þar sem Hekla hafi gosið 1578, og hann bætir við, að svo undarlega bregði við, að Arn- grímur lærði gerir sömu skyssu í bók sinni Brevis commentarius, sem skrifuð er 1592,2 en Arngrímur tekur það tvívegis fram í þeirri bók, að Hekla hafi síðast gosið 1558 og á þar eflaust við sama gos og það, er Jón Egilsson segir hafa verið 1554.3 Burg treystir Thor- 1) Qualiscunque descriptio Islandiae, Ed. F. Burg, bls. 11. 2) Ibid., bls. XXII. 3) Bibl. Arnamagnæana, Vol. IX, bls. 20, 231.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.