Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 18
82 NÁTTURUFRÆÐINGURINN urmið mikilvæg störf í þágu jarðræktar og jurtaiðnðar, t. d. gúmiðn- aðarins og lyfjaframleiðslunnar. Tilraunastarfseminni i Kew hefur m. a. tekizt að framleiða og rækta teplöntuafbrigði, sem flutt hefur verið til Natal og gert terækt þar mjög arðsama, Ennfremur hefur tekizt í Kew-garðinum eða fyrir hans forgöngu að auka uppskeru- magn banana í Vestur-Indíum og tóbaks víða um lönd. Nú er unnið að því meðal annars að finna eða framleiða kakóplöntu, sem henti vel fyrir Vestur-Indíur. 1 sambandi við hitabeltisgróðurinn í Kew hafa verið reist risastór gróðurhús. T. d. er pálmahúsið um 20 m hátt og yfir 100 m langt. Þarna er og kælihús með kuldabeltisgróðri. Sá ég þarna í grjóturð í kælihúsi jöklasóley, sem undi sjáanlega miklu betur hag sínum þar en í garðinum í Fifilgerði, en þar hefur hún oftar en einu sinni dáið út af hita. Tvær allstórar gróður- og tilraunastöðvar eru í Kew. Eru þar eink- um aldar upp plöntur af fræi, sem berst garðinum hvaðanæva að úr heiminum og ekki hefur verið ræktað þar áður. I Kew-garðinum eru margar tjarnir, smálækir, grjót- og urðarbeð alþakin klappa- og steinagróðri. Þar eru líka dældir, síki og álar með- fram Thames-ánni þaktir alls konar vatnagróðri. En mest ber á víð- um völlum eða grasflötum með óteljandi blómabeðum og trjám eða trjálundum og trjáröðum. Þarna eru líka kynstur af alls konar runn- um, og er fegurð rósa- og alparósa-(rhododendron)garðanna dásamleg. En öllum þessum trjálundum og jurtasöfnum er þannig niðurraðað, að undrun og aðdáun vekur. Enda er allur Kew-garðurinn skipu- lagður í fögrum náttúrlegum lystigarðastíl. Ég kom beint frá Kaupmannahöfn til Lundúna og hafði kynnt mér grasagarðinn í Höfn eftir föngum í nokkra daga og fundizt mikið til um hann á margan hátt. En fremur varð hann nú smálegur borið saman við Kew-garðinn. Af þeim grasagörðum, sem ég hef séð um dagana og kynnzt að nokkru ráði, væri það helzt grasagarðurinn í Edinborg, sem kæmist í hálfkvisti við Kew-garðinn. Ekki þó hvað stærð og visindalegan út- búnað snertir, heldur miklu fremur vegna fagurrar niðurröðunar og framúrskarandi hirðingar. Telja má Kew-garðinn stofnaðar árið 1759, en það ár var grasa- fræðingurinn William Aiton ráðinn til þess að koma upp svoköll- uðum Physic Garden eða lækningajurtagarði við Kew-höll. 1 þau nærfellt 200 ár, sem síðan eru liðin, hefur alltaf verið unnið að því

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.