Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unnið mikilvæg störf í þágu jarðræktar og jurtaiðnðar, t. d. gúmiðn- aðarins og lyfjaframleiðslunnar. Tilraunastarfseminni í Kew hefur m. a. tekizt að framleiða og rækta teplöntuafbrigði, sem flutt hefur verið til Natal og gert terækt þar mjög arðsama. Ennfremur hefur tekizt í Kew-garðinum eða fyrir hans forgöngu að auka uppskeru- magn banana í Vestur-Indíum og tóbaks víða um lönd. Nú er unnið að því meðal annars að finna eða framleiða kakóplöntu, sem henti vel fyrir Vestur-Indíur. 1 sambandi við hitabeltisgróðurinn í Kew hafa verið reist risastór gróðurhús. T. d. er pálmahúsið um 20 m hátt og yfir 100 m langt. Þarna er og kælihús með kuldabeltisgróðri. Sá ég þarna í grjóturð í kælihúsi jöklasóley, sem undi sjáanlega miklu betur hag sinum þar en í garðinum í Fífilgerði, en þar hefur hún oftar en einu sinni dóið út af hita. Tvær allstórar gróður- og tilraunastöðvar eru í Kew. Eru þar eink- um aldar upp plöntur af fræi, sem berst garðinum hvaðanæva að úr heiminum og ekki hefur verið ræktað þar áður. I Kew-garðinum eru margar tjarnir, smólækir, grjót- og urðarbeð alþakin klappa- og steinagróðri. Þar eru líka dældir, siki og álar með- fram Thames-ánni þaktir alls konar vatnagróðri. En mest ber á víð- um völlum eða grasflötum með óteljandi blómabeðum og trjám eða trjálundum og trjáröðum. Þarna eru líka kynstur af alls konar runn- um, og er fegurð rósa- og alparósa-(rhododendron)garðanna dásamleg. En öllum þessum trjálundum og jurtasöfnum er þannig niðurraðað, að undrun og aðdáun vekur. Enda er allur Kew-garðurinn skipu- lagður í fögrum náttúrlegum lystigarðastil. Ég kom beint frá Kaupmannahöfn til Lundúna og hafði kynnt mér grasagarðinn í Höfn eftir föngum í nokkra daga og fundizt mikið til um hann á margan hátt. En fremur varð hann nú smálegur borið saman við Kew-garðinn. Af þeim grasagörðum, sem ég hef séð um dagana og kynnzt að nokkru ráði, væri það helzt grasagarðurinn í Edinborg, sem kæmist í hálfkvisti við Kew-garðinn. Ekki þó hvað stærð og vísindalegan út- búnað snertir, heldur miklu fremur vegna fagurrar niðurröðunar og framúrskarandi hirðingar. Telja má Kew-garðinn stofnaðar árið 1759, en það ár var grasa- fræðingurinn William Aiton ráðinn til þess að koma upp svoköll- uðum Physic Garden eða lækningajurtagarði við Kew-höll. 1 þau nærfellt 200 ár, sem síðan eru liðin, hefur alltaf verið unnið að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.