Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 30
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN belg. Mín reynsla kemur nfl. heim við það, er Bretarnir hafa að segja, en lýsingar íslenzku fræðimannanna að mínum dómi byggðar á mis- skilningi, er ég vildi reyna að kveða niður. Það er ætlun min með þessum línum að hreinsa íslenzka fálkann af því, sem krummi einn ber sök á. Sá herjans þrjótur hefur margan prettað og þar á meðal sjálfa fræðimennina. 1 nágrenni við mig eru mjög víða fálka- og hrafnahreiður, enda viða standbjörg, fjöll með klettabeltum og djúp gljúfur. Nefni ég hér aðeins þrjá staði, þ. e. öxarnúp, Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. 1 Jök- ulsárgljúfri einu veit ég um 30—40 staði samtals, þar sem fálkar og hrafnar hafa orpið síðustu 40 árin, fyrir utan ýmsa aðra staði, þar sem þeir hafast við á veturna (náttból), en til að sjá villa þeir oft fyrir hinum eiginlegu bústöðum þeirra. I mjög lágum hamraveggj- um hér í sýslu hafa fálkar stundum orpið, og í mörgum tilfellum þar, sem grasivaxnir stallar og smáskútar eru. 1 slíkum stöðum er yfir- leitt erfitt að gera upp á milli hreiðurgerðar fálkans og smyrilsins, þótt oftast megi segja, að hjá þeim fyrrnefnda sé allt smíðið fábrotn- ara, ef smíði á að kalla. Ég vil þó taka það fram, að langoftast eru það ungir fálkar, sem velja sér þessa lágt settu staði. Gamlir fálkar vilja helzt sitja í höfuðbólum, eins og konungum sæmir, en krummi gim- ist þau líka. Slík höfuðból eru nokkur hér í Jökulsárgljúfrum, þar sem afar erfitt myndi reynast að ná til þeirra. Á sumum þeirra hefur þó krummi aldrei fengið ágirnd, þótt merkilegt sé, enda er þar enginn laupur eða bálkur, heldur aðeins gmnn skál í mold og sand og möl inni í mjög þröngum skútum, umgirt ýmsu mjög smágerðu rusli, aðal- lega beinum og fjöðmm. Mér virðist fálkinn vera áberandi nægju- samari með lóðina undir bústað sinn en krummi, og virðist það út af fyrir sig ein bending um, að hann hefur aldrei lært byggingarlist krumma. Um hrafninn má aftur með sanni segja, „að stór rass þarf víða brók“. Þegar hann velur sér hreiðurstað, virðist hann reikna með þvi, að fyrst þarf spýtu, svo spýtu og svo þarf spýtu í kross. öll sprek- in, sem hann viðar að sér, em nefnilega miklu rúmfrekari en hans eigin líkami ásamt ungunum, þótt sverir séu. Eins og fyrr getur, virðist mér fálkinn óvandur að hreiðurstað. Hef ég fundið mörg hreiður þeirra og komizt í sum þeirra, en langflest hef ég aðeins athugað í mjög góðum sjónauka. í>au fálkahreiður, sem ekki em tekin eignarnámi af krumma, en það er mjög algengt, líta í fáum orðum út á þessa leið: Inni í þröng- um skúta, þar sem vatn eða leki er næstum útilokaður í olnboga á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.