Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 8
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN oddsen svo mjög, að hann hikar ekki við að véfengja tvær merkar samtímaheimildir, af því að þær stangast við eldfjallasögu Thorodd- sens, sem hér byggir á einni heimild meir en tveimur öldum yngri. Mér virðist lítill efi á, hverjum beri hér heldur að trúa, Jóni Espólín, eða þeim Gísla biskupi, Sigurði Skálholtsrektor, Arngrími lærða og Jóni Egilssyni. Orð Sigurðar verða engin fjarstæða, ef Heklugos um miðja 16. öld er það síðasta, sem hann vissi um, þvi að sjálfur var hann ekki fæddur fyrr en um 1570. Ég tel því næsta öruggt, að Hekla hafi alls ekki gosið 1578, og að Espólín hafi farið eins og höfundi Oddaverjaannáls, að rugla saman landskjálfta á Suðurlandi og Heklu- gosi, þar eð þetta hefur svo oft farið saman. Um Heklugos 1597 leikur enginn efi, þess er m. a. getið af Gisla biskupi, og Oddur Einarsson biskup lýsir því allítarlega í bréfi til séra Böðvars Jónssonar.1 Þetta hefur verið allmikið öskugos og kom- ið úr háhrygg Heklu. Öðru máli gegnir um gos 1619. Heimildarmenn Thoroddsens um það gos eru Björn á Skarðsá og Espólín. Svo segir í Skarðsárannál: „Eldur í Heklufjalli. Sást norður um landið eldurinn um marga daga; síðan kom vindur af landsuðri, og lagði þá norður myrkur og mistur, svo furða þótti að; þetta var á þeim 6 seinustu dögum Juliimán- aðar; heyrðust og skjálftar, item undirgangur. Sandfall kom svo mik- ið í Bárðardal og víðar (að) þar var ekki slegið í viku fyrir sandinum."2 Lík er frásögn Espólíns.3 En hvað segir samtímaheimildin, annáll Gísla biskups, sem er klerkur í Skálholti, þegar þetta gos verður? Hann seg- ir um árið 1619: „Þann 29. júlí sama ár kom víðs vegar afskaplegt eldgos úr austurfjöllum" („ex alpis orientalibus").4 Auðsætt er af öðrum stöðum í annál Gísla biskups, að með austurfjöllum á hann við vesturhluta Vatnajökuls, t. d. skrifar hann um gos „í austurfjöll- um við Grímsvötn" árið 1629.5 Austur þar er því eldstöðva goss- ins 1619 að leita, en ekki í Heklufelli. Hins vegar getur Gísli biskup þess um árið 1627, að „þann 20. júlí, hér um bil sjöttu eða áttundu stundu fyrir hádegi, sáum vér frá Skálholti reyk stíga upp af Heklu- f jalli, eins og sjóðandi laugar eru vanar að þeyta upp gufu." 6 Vart 1) J.S. 422 4to. 2) Ann. 1400-1800 I, bls. 211. 3) Arb. Esp. VI, bls. 6. 4) Annálabrot, bls. 42. — Islandica Vol. X, bls. 22. 5) Annálabrot, bls. 45. 6) Ibid., bls. 44.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.