Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 4
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Enginn samtímaannáll getur Heklugoss þetta ár, og eru þó Heklu- gosin næstu á undan og eftir upp talin. Er nær óhugsandi, að stór- gos 1294 hefði ekki verið nefnt í þessum annálum, ef það raunveru- lega hefði átt sér stað. Mín ákveðna skoðun er því sú, að ekkert gos hafi verið í Heklu þetta ár, en Oddaverjaannáll, sem saman er tekinn nær þrem öldum siðar, hafi ruglað saman heimildum af jarðskjálft- anum 1294, sem getið er í samtímaannálum, og Heklugosinu 1300, sem var eitt hið mesta vikurgos úr Heklu. Og skýringin á ruglingi annálshöfundar virðist mér liggja í augum uppi. Árið 1300 varð aft- ur jarðskjálfti á Suðurlandi, sem var sterkastur á Rangárvöllum, og þar féllu bæir eins og 1294. Annálar lýsa þessum jarðskjálftum háð- um með svipuðu orðalagi. Það er því ekkert undarlegt, þótt síðari tíma annálshöfundur hafi ruglað þessu saman og tengt fyrri jarð- skjálftann atburði, sem raunverulega varð i sambandi við þann síðari. Um næstu tvö gos, 1300 og 1341, er ekki að efa, að þau voru bæði stórgos úr Heklufelli sjálfu. Þar næst er gosið 1389. Af samtíma- heimild, annálum Flateyjarbókar, má ráða, að þetta gos hafi byrjað i Heklu sjálfri, en siðar „færði sig rásin elds uppkomunnar úr sjálfu fjallinu og í skógana litlu fyrir ofan Skarð og kom þar upp með svo miklum býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll og gjá í milli".1 Guð- mundur Kjartansson hefur sýnt fram á það í áðurnefndu Hekluriti sínu, að þessar eldstöðvar eru milli Geldingafella og Trippafjalla, og kallar þær Rauðubjalla. Samtímaheimildir2 herma, að Skarð eystra, sem var kirkjustaður, og Tjaldastaði hafi tekið af í þessu gosi. Sam- kvæmt Gottskálks annál fóru 3 eða 4 bæir i eyði.3 Næsta gos í Heklu er samkv. Thoroddsen um 1436. Frumheimildin og raunar eina heimildin, sem ég hef fundið um þetta gos, auk Set- bergsannáls, er Biskupaannálar Jóns Egilssonar, skráðir 170 árum síðar. Þar segir: „XXII biskup var Gottsvin. Ekki er getið um marga hluti á hans dögum; þó er sagt, að á hans dögum hafi eldur upp komið í áttunda sinn í Heklu, sumir segja í sjöunda sinn, og í þeim eldi hafi tekið af XVIII bæi á einum morni fram undir Heklu, en norður undir Keldum, og þar voru í tveir stórir staðir, hét annar í Skarði eystra, en annar Dagverðarnes ...... Á hvorum fyrir sig voru 50 hurðir á járnum".4 1) Isl. Ann., bls. 416. 2) Ibid., bls. 284, 416. 3) Ibid., bls. 366. 4) Safn t. s. fsl. I, bls. 36—37.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.