Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 36
Bókarfregn. Rachel L. Carson: Hafið og huldar lendur. Mál og menn- ing. Reykjavík 1953. Það er því miður ekki hversdagslegur viðburður, að út komi á ís- lenzku bók, sem sérstök ástaeða sé til að mæla með í þessu tímariti. En nú er ein slík bók nýlega út komin: Hafið og huldar lendur (The sea around us) eftir bandarísku vísindakonuna Rachel L. Carson. Síð- an þessi bók kom út 1950, hefur hún farið sigurför um heiminn og alls staðar fengið prýðilega dóma lærðra sem leikra. Höfundurinn hefur náð merkilega góðum tökum á þessu mjög yfirgripsmikla efni og kann að segja frá, svo að bókin er blátt áfram spennandi aflestrar og örvar hugmyndaflugið samtímis því, sem hún veitir mikinn fróð- leik um hin óravíðu úthöf og það, sem í þeirra fylgsnum býr. Fjallað er um ýmsar rannsóknir allra síðustu ára, svo sem hinar stórmerku rannsóknir sænska HZúaíross'-leiðangursins á botnseti úthafanna, en þær rannsóknir byggjast á því, að hægt er með tæki, sem sænski verk- fræðingurinn Kullenberg fann upp, að ná yfir 20 m löngum kjörn- um úr botnsetinu, en botnsetið myndast svo hægt, að þetta svarar til margra milljóna ára í jarðsögunni. Þá er og rætt um hin geysilegu gljúfur, sem víða skerast inn í jaðra landgrunnanna. Það eru fyrst og fremst bergmálsdýptarmælarnir, sem gert hafa mögulega mælingu á stærð og lögun þessara gljúfra, en gáta þeirra er enn langt frá ráðin. Yfirleitt er það svo, að með nýjum rannsóknartækjum ráðast ýmsar gátur, en þær ráðningar geta af sér nýjar gátur, sem krefjast róðn- ingar. Þannig er framvinda vísindanna, eilíf leit nýrra sanninda. Furðulegt er margt, sem frú Carson hefur að segja frá lífi hinna símyrku regindjúpa úthafsins, en ævintýralegast af öllu þótti mér að lesa um þann litla fisk grúníon og hrygningavenjur hans. Kaflinn Upphaf og örlög úthafseyja ætti að prentast í Frey eða Búnaðarritinu til lesturs og alvarlegrar umþenkingar þeim, er ekki hafa áttað sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.