Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 36
Bókarfregn. Rachel L. Carson: Hafið og huldar lendur. Mál og menn- ing. Reykjavík 1953. Það er því miður ekki hversdagslegur viðburður, að út komi á ís- lenzku bók, sem sérstök ástaeða sé til að mæla með í þessu tímariti. En nú er ein slík bók nýlega út komin: Hafið og huldar lendur (The sea around us) eftir bandarísku vísindakonuna Rachel L. Carson. Síð- an þessi bók kom út 1950, hefur hún farið sigurför um heiminn og alls staðar fengið prýðilega dóma lærðra sem leikra. Höfundurinn hefur náð merkilega góðum tökum á þessu mjög yfirgripsmikla efni og kann að segja frá, svo að bókin er blátt áfram spennandi aflestrar og örvar hugmyndaflugið samtímis því, sem hún veitir mikinn fróð- leik um hin óravíðu úthöf og það, sem í þeirra fylgsnum býr. Fjallað er um ýmsar rannsóknir allra síðustu ára, svo sem hinar stórmerku rannsóknir sænska HZúaíross'-leiðangursins á botnseti úthafanna, en þær rannsóknir byggjast á því, að hægt er með tæki, sem sænski verk- fræðingurinn Kullenberg fann upp, að ná yfir 20 m löngum kjörn- um úr botnsetinu, en botnsetið myndast svo hægt, að þetta svarar til margra milljóna ára í jarðsögunni. Þá er og rætt um hin geysilegu gljúfur, sem víða skerast inn í jaðra landgrunnanna. Það eru fyrst og fremst bergmálsdýptarmælarnir, sem gert hafa mögulega mælingu á stærð og lögun þessara gljúfra, en gáta þeirra er enn langt frá ráðin. Yfirleitt er það svo, að með nýjum rannsóknartækjum ráðast ýmsar gátur, en þær ráðningar geta af sér nýjar gátur, sem krefjast róðn- ingar. Þannig er framvinda vísindanna, eilíf leit nýrra sanninda. Furðulegt er margt, sem frú Carson hefur að segja frá lífi hinna símyrku regindjúpa úthafsins, en ævintýralegast af öllu þótti mér að lesa um þann litla fisk grúníon og hrygningavenjur hans. Kaflinn Upphaf og örlög úthafseyja ætti að prentast í Frey eða Búnaðarritinu til lesturs og alvarlegrar umþenkingar þeim, er ekki hafa áttað sig

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.