Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1953, Blaðsíða 19
NOKKUR ORÐ UM KEW-GARÐINN 1 LUNDUNUM 83 að safna fleiri og fleiri plöntutegundum saman i Kew-garðinn. Ein- hverjum fyrstu plöntunum, sem þangað bárust frá fjarlægum lönd- um, var safnað af manni í leiðangri James Cook, sem sigldi umhverfis jörðina á árunum 1772—1775. Sir Joseph Banks, sá er til Islands kom 1772, átti mikinn þátt í vexti og viðgangi garðsins. Árið 1841 var Kew-garðurinn opnaður almenningi. Það ár heim- sóttu garðinn 9 þúsund manns. Var nú Sir Joseph Hooker skipaður forstjóri garðsins. Safnaði Hooker á næstu árum fjölda tegunda víðs vegar að úr heiminum, t. d. frá Indlandi, Tíbet og Tasmaníu. Oft hefur garðurinn sjálfur eða stofnanir í sambandi við hann gert út leiðangra til plöntuleita í fjarlægum löndum. Þannig kom nýlega einn af grasafræðingunum í Kew aftur úr leiðangri til Mið-Afríku, sem heilbrigðismálaráðuneytið brezka hafði gert út þangað, til þess að leita uppi mjög sjaldgæfa lækningajurt. En aðalhjálparhella garðsins, hvað snertir plöntusöfnun, hafa þó verið brezkir borgarar, sem búsettir mega heita um heim allan. Þá hafa oft brezkir hermenn, sem dvalizt hafa eða barizt í fjarlægum löndum, sent Kew-garðinum plöntur. T. d. sendu nokkrir af hermönnum Montgomery's, sem börð- ust í eyðimörkum Norður-Afríku í síðustu heimsstyrjöld, margar eyði- merkurtegundir til garðsins. Kew-garðurinn, sem er opinber stofnun, er 116 hektarar að stærð. Núverandi forstjóri er Sir Edward Salisbury, og hefur hann á að skipa 270 manna starfsliði, þar af 130 garðyrkjumönnum, 50 vísinda- mönnum og 40 umsjónarmönnum. Eitt af hinum mörgu árlegu verkum starfsliðsins er að safna fræi af sem flestum tegundum garðsins. Eru sendir þaðan árlega um 10 þúsund fræpakkar út um víða veröld til grasagarða, tilraunastöðva og fleiri stofnana. Margt furðulegt kvað bera á góma í Kew. T. d. sneri Scotland Yard sér þangað fyrir stuttu og bað jarðfræðistofnunina að rannsaka sand í nokkrum sekkjum til þess að fá úr því skorið, hvaðan sandurinn væri uppruninn. En sandpokana hafði brezkur innflytjandi fengið frá viðskiptasambandi erlendis, og átti þetta að vera verðmæt vara. Það tók ekki langan tíma fyrir vísindamennina í Kew að ákveða, hvaðan sandurinn væri upprunninn, og sökudólgurinn náðist von bráðar. Ég hef hér í stuttu máli reynt að bregða upp mynd af Kew- garðinum í Lundúnum, en sjón er sögu ríkari, og því vil ég ráð- leggja hverjum þeim, sem kemur til Lundúna, að láta ekki hjá líða, ef tök eru á, að skoða þessa heimsfrægu stofnun.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.