Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sézt reglulega. 1 desember 1953 til janúar 1954 héldu sig fáein pör á Bakkatjörn. Hinn 27. des. 1954 sáust 23 á flugi yfir Bakkatjörn. 14. Skeiðönd (Spatula clypeata). Dagana 6,-—7. apríl 1954 sást 1 steggur á Bakkatjörn og í grennd. 15. Hávella (Clangula hyemalis). Algengur vetrargestur, sést frá miðjum október fram í miðjan apríl. Mest er af henni í janúar og febrúar, þegar kaldast er. 16. Straumönd (Histrionicus histrionicus). Sjaldgæf. Sést helzt frá okt.—marz, aðallega á Seltjörn og við Gróttu, oftast stakir fuglar. Frá miðjum febrúar til 8. maí 1953 hélt 1 steggur sig með stokkönd- um í Suðurnesi og á Seltjörn og Bakkatjörn. Sást hann oftast með stokkandarpari og var í sífelldum eltingarleikjum við [>að (í maí). Vírtist hafa fullan hug á að ná í stokkandarkolluna. 17. Æðarfugl (Somateria mollissima). Algengur allan ársins hring. Árlega verpa um 20 pör í litlum hóhna í Búðatjörn og svæð- inu þar í kring, en einstaka hreiður er auk þess á gröndunum. Virð- ist varpið heldur vera að aukast. Þau hreiður, sem ekki eru í hólm- anum, sem er grasi vaxinn, eru oft í þangi rétt fyrir ofan sjávarmál, en oft eru þau einnig í móum og á malar- og sandgröndum. Varp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.