Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 44
36 NÁTTÍJRUFRÆÐINGURINN Hinn glöggskyggni grasasafnari, Helgi Jónasson á Gvendarstöðum, hefur sent Náttúrufræðingnum ýtarlegan lista yfir plöntur, sem hann hefur safnað á Austurlandi. Markverðustu nýjunga er getið í lista þeim, sem hér fer á eftir, og hafa plönturnar sömu númer og höf- undur gefur þeim í lista sínum, en afrit af honum er í vörzlu Nátt- úrugripasafnsins. H. E. Að austan eftir Ilelga Jónasson. Sumarið 1952 ferðaðist ég um Borgarfjörð eystra, Njarðvík og Húsavík. Og sumarið 1953 var ég nokkra daga í Loðmnndarfirði. Á þessum ferðum athugaði ég gróður og safnaði nokkru af plöntum. Verður hér á eftir gerð grein fyrir fundarstöðum og útbreiðslu nokk- urra liinna sjaldgæfari plöntutegunda, er ég fann á þessum slóðum. Þar við bætast fundarstaðir nokkurra tegunda frá öðrum stöðum á NA. og Austurlandi, sem ég hef fundið á ferðum mínum þar, en ekki skýrt fyrr frá þeim opinberlega. 1. Botrychium lunaria (L.) Sw. var. faciculatum C. Chr. Tungljurt. Gróblöðin þríklofin. Á nokkrum stöðum hjá Hofi og Teigi í Vopnafirði. 2. B. lanceolatum (Gmel) Ángstr, Lensutungljurt. Geitavik í Borgarfirði, litið. Norðdalur i Loðmundarfirði, mjög lítið. Gigbotninn á Rauðanúpi á Melrakka- sléttu, fá eintök, smávaxin. 3. Dryopteris filix mas (L.) Sw. Stóriburkni. Á tveim stöðum á Ulfsstaðahálsi, Loðmundarfiiði. 11. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. Partafjall i Borgarfirði, til og frá i skógarkjarri. Á nokkrum stöðum hjá Hvannstóði, í lyng- og harðvellisbrekkum. Ekki fundinn fyrr á Austurlandi. 14. Milium effusum L. Skrautpuntur. Hvannstóð i Borgarfirði. Húsavik. Úlfs- staðir í Loðinundarfirði. 1 kjarri og gilskorningum. 18. Carex Macloviana, D. Urv. Kollstör. Fundin á einum stað í Loðmundar- firði, á grófarbakka í túnjaðri á Seljamýri, litið útbreidd þarna. Hefur fund- izt einu sinni áður á Austurlandi. 20. C. canescens L X Lachenalii Sch.kuhr. Bastarður á milli blátoppastarar og rjúpustarar. 1 fjallinu ofan við Snotrunes í Borgarfirði. Einn mjög þéttvaxinn toppur. Hef áður fundið þennan bastarð á Hvanntóarhrygg á Digranesi. 23. C. magellanica Lam. Keldustör. Njarðvík. Stakkahlíð í Loðmundarfirði. 25. C. Goodenoughii Gay, var. acrogyna Ostf. Mýrastör. Þetta einkennilega af- brigði af mýrastör hef ég fundið áður á Leirhöfn á Sléttu og Tunguhálsi í Skagafirði. En eintök, sem ég fann í viðirunnum hjá Klyppsstað í Loðmundar- firði, eru nokkuð frábrugðin þeim, sem áður hafa fundizt. Ingimar Óskarsson, grasafræðingur, hefur athugað þesa stör fyrir mig. Hann bætti nýju forma-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.