Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 55
SITT AF I-IVERJU
47
karbónat en sjórinn, en það stendur í sambandi við það, að við önd-
um með lungum. Hins vegar er magníum miklu meira í sjónum, og
hafa sumir haldið því fram, að frumsjórinn hafi verið snauðari af
magníum en nútímasjórinn. Annars er efnainnihaldið mjög aþekkt,
ef sjórinn væri þynntur með þremur rúmtalseiningum af hreinu
vatni. Enda má dæla talsverðu af slíkri upplausn inn í æðar manns-
ins án nokkurs skaða.
Blóðplasma sjávardýra er talsvert líkara sjónum, en þó er það skyld-
ara mannsblóði en sjó.
Hermann Einarsson.
Hiti pólhafanna á fyrri jarðöldum
Flest er nú farið að mæla, mætti segja, þegar vísindamenn mæla
botnhitann í Kyrrahafi eins og hann var fyrir 30 milljón árum, en
þó hljómar hitt ótrúlegar, að með sömu mælingunni sé ákveðinn yfir-
borðshiti pólhafanna í þessari gráu forneskju, og þó virðist erfitt að
véfengja, að hér sé rétt að farið.
Að samband sé milli botnhita í Kyrrahafi og öðrum meginhöfum
annars vegar og yfirborðshita pólhafanna hins vegar hefur haffræði
vorra tíma leitt veigamikil rök að. Hita í liinum heitari meginhöfum
er þannig háttað, að þótt yfirborðshitinn fari mjög eftir breiddarstigi
eða áhrifum sólar, þá kólnar brátt á nokkru dýpi og megin sjávar-
magnið er alls staðar kalt, eða niðri undir frostmarki vatns.
Yið fyrstu athugun kemur þetta nokkuð á óvart. Jörðin er heit hið
innra og hiti leiðist stöðugt út. Sjórinn tekur þannig við verulegum
hita að neðan og eðlilegt jafnvægisástand sjávarhitans væri það, að
örlítið heitara væri við botn en yfirborð, og lóðrétt hringrás héldi við
slíkri hitadreifingu. En þannig er þetta ekki, og haffræðin hefur með
mjög viðtækum rannsóknum gefið skýringuna. Til pólanna er kaldur
sjór og þar sem hann er nægilega saltur, er hann þyngri í sér en
heiti sjórinn um miðja jörð. Pólsjórinn rennur þess vegna i sífellu
niður á botn heimshafanna og viðheldur þar lágu hitastigi.
Djúpsær og sér í lagi botnsær heimshafanna er kominn frá og
endurnýjast stöðugt frá pólsvæðunum og hann hefur mjög svipaðan
hita og þar er ríkjandi í sjónum, þ. e. um frostmark vatns. Segjum
nú, að á fyrri jarðöldum hefði yfirborðshiti köldustu hafa verið mun