Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 13
SUÐRÆN SKÓGARTRÉ 59 vagna og fleiri landbúnaðarverkfæri, skíði, íþróttaáliöld og fleiri sportvörur o. s. frv. Talsvert er flutt hér inn afálmviði, hinu forna bogatré forfeðra vorra. Álmur (Ulmus glabra eða U. montana) er algengt skógar- tré í Evrópu og Vestur-Asíu. Hér á landi eru til 9 m há álmtré í görðum. Álmurinn þolir vel storma og oft hafður í skjólbelti. Hann er stórt og gróskumikið tré. Aðrar álmstegundir vaxa í Ameríku og Austur-Asíu. Viðurinn er fremur harður og sterkur. Sjást í hon- um einkennilegar æðar og bylgjulínur. Kjarnaviður rauðbrúnn. Álmviður þykir fallegur og er mikið notaður í húsgögn, skálar og ýmsa aðra smíðisgripi. Brenni er viður beykitrésins (Fagus silvatica). Viðurinn er harður og þungur, líkt og eik. Var fyrrum mikið notaður til eldi- viðar, en í seinni tíð í mjög vaxandi mæli til smíða. Beykið er eitt- hvert hið tígulegasta skógartré Evrópu og verður um 30 m hátt. Standa þráðbeinir, sléttbarkaðir trjábolirnir eins og geysimiklar súl- ur í skógunum. Beykiskógar vaxa einnig í Norður-Ameríku. H 1 y n u r (mösur, akorn, Acer) er sumstaðar ræktaður hér í görð- um og sumir menn bera nafn hans. Hlyntegundir vaxa villtar um Evrópu og víðar. Viðurinn er t. d. notaður í rennismíðisgripi, hljóð- færi, sleifar og fleiri eldhúsáhöld, axarsköft og fleira. Flestir telja víði og ösp lítilsverðar viðartegundir. Selju rek- ur stundum á fjörur. Hún var stöku sinnum notuð í fjárhúsrafta, en fúnaði fljótt. Vestur í Ameríku er nú talsvert farið að nota við Alaskaaspar í steypumót og þiljur. Tóbaksmönnum þykir vænt um eldspýturnar sínar, en þær eru einmitt gerðar úr ösp, víði o. fl. létt- um, eldfimum trjátegundum, sem loga vel, þegar kviknar á „brenni- steininum." Skjólbelti eru gerð úr víði. Birkiviður er gulleitur eða hvítur fallegur smíðaviður, not- aður í húsgögn, rennismíði, þiljur o. fl. Það er jafnan létt og ljóst yfir birkismíðinni. Hafa t. d. margir dáðst að birkiþiljunum og stólunum í hátíðasal Háskóla íslands. í Miðjarðarhafslöndunum vaxa stórir skógar af hinni frægu k o r k e i k (Quercus suber), sem verður um 30 m há og er lielzti korkframleiðandi veraldar. Tréð er sígrænt og ber þykkan tiltölu- lega mjúkan kork á bol og gömlum greinum. Sjást árliringir í kork- inum. Byrjað er að fletta korklaginu af 10—15 ára gömlum trjám. Sá korkur er að vísu lítt verðmætur, harður og helzt notaður í eld-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.