Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10
56 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN ýmis „verzlunarnöfn“ eftir vaxtarstöðum, t. d. indverskur ebenvið- ur, Zansibar ebenviður, Madagaskar ebenviður o. s. frv. Til er líka grænn, rauður og hvítur ebenviður. Ebenviður er notaður í renni- smíði, handföng, pípumunnstykki, sköft á silfurborðbunað o. fl., og þvkir jafnan fagur og dýrmætur. „Þýzkt ibenholt" er viður tax- runnans, litaður svartur. Sést af framanskráðu, að viðarnöfnin eru allmjiig á reiki og sama nafn stundum notað um fleiri en eina teg- und. Flestir Jrekkja bambusstengur. Þær eru léttar og sveigjanlegar, holar með þverveggjum. B a m b u s i n n er kominn hingað um langan veg sunnan úr hitabelti og heittempruðum löndum Suðaust- ur-Asíu og heitu löndum Ameríku. Bambusstengurnar eru strá stærstu grastegunda heimsins. Liðirnir eru hné bambustrjánna, sbr. hnén á íslenzkum grösum. En hvílíkt gras! Sumar bambus- tegundir geta orðið 30—40 m. á hæð, eða á við hæstu byggingar á íslandi. Bambusinn myndar lundi og jafnvel skóga. Gæti Matthías- arkirkjan á Akureyri eða Landakotskirkjan í Reykjavík vel falist undir bambuslaufhvelfingum. Bambus getur vaxið ákaflega liratt, jafnvel \/2 m á sólarhring um regntímann í hitabeltinu. í heitum löndum er bambus notaður geysimikið til bygginga. Bolirnir í grindur húsanna og klofnir, útflattir bolir í þiljur, gólf og þak. Einnig eru bambusbolir notaðir t. d. í brúarbyggingar og fleka, og jafnvel sem vatnsleiðslupípur, þegar búið er að bora göt á skilrúm- in. Ennfremur í húsgögn, alls konar stengur, og holir, gildir stöng- ulshlutar eru ágæt vatnsílát og náttúrlegar krukkur. Mottur eru ofnar úr trefjum, sem sitja utan á ungum sprotum. Hattar eru gerðir úr blaðslíðrunum. Nýsprottnir bambusstönglar eru gott grænmeti. Þyrnóttur bambus, gróðursettur í raðir, myndar ágæt þyrnigerði, sem eru öruggari en gaddavírsgirðingar. Sést af þessu hve geysi haglegur viður bambusinn er suður í löndum. Nú skal vikið að nokkrum norrænum skógartrjám, sem þó flest mega kallast suðræn á okkar vísu. E i k u r (Ouercus) eru fræg skóg- artré að fornu og nýju. Eikin var talin eldtré, helguð þrumuguðn- um. Menn héldu ráðstefnur og dóma undir aldurhnignum eikartrjám og fórnuðu kjöti og öli til þeirra. Eik var skipskenning í fornu skáldamáli og sennilega hafa sumir landnámsmenn siglt á eikar- skipum til íslands. Til eru yfir 200 eikartegundir, flestar í Norður- Ameríku og Asíu. Tvær eikartegundir, sumareik (Q. robur) og vetr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.