Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10
56
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
ýmis „verzlunarnöfn“ eftir vaxtarstöðum, t. d. indverskur ebenvið-
ur, Zansibar ebenviður, Madagaskar ebenviður o. s. frv. Til er líka
grænn, rauður og hvítur ebenviður. Ebenviður er notaður í renni-
smíði, handföng, pípumunnstykki, sköft á silfurborðbunað o. fl.,
og þvkir jafnan fagur og dýrmætur. „Þýzkt ibenholt" er viður tax-
runnans, litaður svartur. Sést af framanskráðu, að viðarnöfnin eru
allmjiig á reiki og sama nafn stundum notað um fleiri en eina teg-
und.
Flestir Jrekkja bambusstengur. Þær eru léttar og sveigjanlegar,
holar með þverveggjum. B a m b u s i n n er kominn hingað um
langan veg sunnan úr hitabelti og heittempruðum löndum Suðaust-
ur-Asíu og heitu löndum Ameríku. Bambusstengurnar eru strá
stærstu grastegunda heimsins. Liðirnir eru hné bambustrjánna,
sbr. hnén á íslenzkum grösum. En hvílíkt gras! Sumar bambus-
tegundir geta orðið 30—40 m. á hæð, eða á við hæstu byggingar á
íslandi. Bambusinn myndar lundi og jafnvel skóga. Gæti Matthías-
arkirkjan á Akureyri eða Landakotskirkjan í Reykjavík vel falist
undir bambuslaufhvelfingum. Bambus getur vaxið ákaflega liratt,
jafnvel \/2 m á sólarhring um regntímann í hitabeltinu. í heitum
löndum er bambus notaður geysimikið til bygginga. Bolirnir í
grindur húsanna og klofnir, útflattir bolir í þiljur, gólf og þak.
Einnig eru bambusbolir notaðir t. d. í brúarbyggingar og fleka, og
jafnvel sem vatnsleiðslupípur, þegar búið er að bora göt á skilrúm-
in. Ennfremur í húsgögn, alls konar stengur, og holir, gildir stöng-
ulshlutar eru ágæt vatnsílát og náttúrlegar krukkur. Mottur eru
ofnar úr trefjum, sem sitja utan á ungum sprotum. Hattar eru
gerðir úr blaðslíðrunum. Nýsprottnir bambusstönglar eru gott
grænmeti. Þyrnóttur bambus, gróðursettur í raðir, myndar ágæt
þyrnigerði, sem eru öruggari en gaddavírsgirðingar. Sést af þessu
hve geysi haglegur viður bambusinn er suður í löndum.
Nú skal vikið að nokkrum norrænum skógartrjám, sem þó flest
mega kallast suðræn á okkar vísu. E i k u r (Ouercus) eru fræg skóg-
artré að fornu og nýju. Eikin var talin eldtré, helguð þrumuguðn-
um. Menn héldu ráðstefnur og dóma undir aldurhnignum eikartrjám
og fórnuðu kjöti og öli til þeirra. Eik var skipskenning í fornu
skáldamáli og sennilega hafa sumir landnámsmenn siglt á eikar-
skipum til íslands. Til eru yfir 200 eikartegundir, flestar í Norður-
Ameríku og Asíu. Tvær eikartegundir, sumareik (Q. robur) og vetr-