Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 27
HAGNÝTING SKELDÝRA 73 Ingimar Óskarsson: Hagnýting skeldýra Lindýrin eru önnur fjölskrúðugasta fylking dýraríkisins og jafn- framt ein hin elzta, jarðsögulega séð. Hafa menjar þessarra dýra fundizt í lögum frá Kambríum-tímabilinu, en það tímabil er talið hefjast fyrir 500 milljónum ára. Meginþorri lindýranna hefur urn sig hús úr kalki, en efni í það fær dýrið úr fæðu þeirri, er það neytir. Sérkenni á ytra útliti þessarra kalkhylkja gefa til kynna, um hvaða tegund er að ræða. Tegundaeinkennin haldast því óbreytt, þó að sjálft dýrið deyi, og er unnt að þekkja tegundirnar, þó að þær séu búnar að hvíla í jarðlögunum um milljónir ára. T. d. hefur kúf- skelin fundizt á meginlandi Evrópu í lögum frá Krítar-tímabilinu, en því tímabili lauk fyrir 70 miljónum ára. Og hér finnast langt inn í landi svo ferskar 7 þúsund ára kræklingsskeljar, að ætla mætti, að þær væru nýreknar á fjöru. OIl þau lindýr, sem hafa um sig kalkhús, eru í daglegu tali nefnd skeldýr, og í því, sem hér fer á eftir, verður sú merking orðsins við- höfð. Lögun hússins er aðallega tvenns konar, og í samræmi við það er ýmist talað um skeljar (samlokur) eða kuðunga (snigla). Skeldýrin eru bæði láðs og lagardýr, og er fjölbreytni þeirra meiri en orðin ein geta gefið til kynna. Þessi fjölbreytni á að miklu leyti rót sína að rekja til hinna gerólíku lífsskilyrða, er skeldýrin eiga við að búa. Þau hafa lagt undir sig svo að segja gervallan hnött- inn. Þau byggja skógana og fjöllin, ár og vötn, hyldýpi hafsins og grunnsævið umhverfis löndin. Þau búa í svellköldum sæ íshafanna og í sívörmum sjó úti fyrir ströndum hitabeltislandanna. En það er ekki eingöngu hin margvíslega lögun skeldýranna, sem vekur undr- un og aðdáun þeirra, er skyggnzt lrafa fyrir alvöru inn í ríki lindýr- anna, heldur miklu fremur hin óteljandi mynstur og hinir dásam- legu litir, sem skeldýrahúsin hafa til að bera. Ekki fer mikið fyrir stærð þessarra dýra. lengd þeirra flestra er þetta frá 1 mm upp í 15 cm. Til eru þó tegundir, sem eru regluleg tröll á skeldýravísu,.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.