Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 8
54 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN inn meira en metri í þvermál. Það vex á Indlandi, Indlandseyjum og syðst í Kína. Stundum er berki þess flett af um 2—3 árum áður en tré eru felld til þess að viðurinn þorni og verði léttari í meðför- um, því að aðeins þurr tekkviður flýtur á vatni. Venjulega eru trén feld 40—60 ára gömul. Bolurinn er þá 17—20 m. hár og um metri í þvermál. — Ástralíu- og Brasilíu-tekktré er viður allt annarra trjá- tegunda. Sedrusviður (Cedrus. Ceder) er frægur að fornu og nýju. Salómon konungur notaði sedrusvið í musterið í Jerúsalem. Þá uxu miklir sedrusskógar á Libanonfjöllum í Sýrlandi. Rómverjar notuðu sedrusvið og kölluðu níðsterkt eilífðartré. Föníkíumenn notuðu sedrusvið til skipasmíða. Nú eru sedrusskógarnir fornu að mestu eyddir. Sedrustréð er stórvaxið barrtré, sígrænt, en að öðru leyti dálítið svipað lerki. „Sedrusviður“ sá, er nú er notaður, t. d. í vindlakassa, plötur, kappróðrarbáta o. fl., er viður annarra barr- trjáa, t. d. japanskur sedrusviður, sem þykir ágætur, Oregon og Kanada sedrus, rauður sedrus, sem er einiviður, o. fl. Vindlakassa- sedrus (Cedreltré eða indverskt mahogny) er lauftré, sem vex í Vest- ur-Indíum og víðar í heitu löndum Ameríku. Hinn frægi og dýri smíðaviður mahognyer viður ýmissa hita- beltistrjátegunda. „Ekta mahogny“ er viður trésins Swietenia ma- hogny, sem vex í Mið-Ameríku, Mið-Mexikó, Flórída og á Antil- eyjum. Mahogny-tréð verður allt að 30 metra hátt og bolurinn 2 m í þvermál. Fullvaxið er það ekki fyrr en nær 200 ára gamalt. Kjarnaviðurinn er harður og þungur, rauðbrúnn að lit, en dökkn- ar nokkuð með aldrinum. Mahogny er endingargott og þykir óvenju- lega fallegur viður. Þykja t. d. húsgögn úr maghogny hin fegurstu. Mahogny er einnig notað í hurðir o. fl. og tekur vel við gljáa. Spán- verjar notuðu mahogny til skipasmíða, þegar um 1600, en talið er að farið hafi verið að nota það verulega í Evrópu rúmri öld síðar. Hið vestræna mahogny er kallað Kúba-mahogny, spanskt mahogny o. fl. nöfnum. Afríku-mahogny er viður af öðrum skyldum trjám og er mikil útflutningsvara í Vestur-Afríku. Honduras-mahogny er létt- ara og gulbrúnna. Til er líka Ástralíu-mahogny, en það eru aðrar trjátegundir, meðal annars drekatré (Eucalyptus). Til drekatrjánna telst hávaxnasta tré jarðarinnar (E. amygdalina), sem getur orðið 150 metrar á hæð, eða mun hærra en risafururnar. Timbur dreka- trjánna fúnar seint og þykir ágætt til skipasmíða, brúarbygginga, í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.