Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 5
SUÐRÆN SKÓGARTRÉ 51 þykkninu, en hátt yfir gnæfa há sólartré. Rætur trjánna eru líka harla mismunandi. Sumar leita djúpt niður í jarðvatnið, önnur tré hafa grunngengar rætur, sem breiða úr sér til að ná í yfirborðsrak- ann. Talið er, að nær fimmtungur þurrlendis jarðar sé nú vaxinn skógi og að til séu nær fjörutíu þúsundir trjátegunda og runna. Hartnær tíu þúsund tegundir eru eitthvað notaðar beinlínis, en margar þeirra á mjög takmörkuðum svæðum. Meginhluti þess trjá- viðar, sem notaður er hér á landi, kemur úr barrskógabeltinu, en það nær yfir Noreg, Svíþjóð, Skotland, baltnesku löndin, Finn- land, norðanvert Rússland, Síberíu og þvert yfir meginland Norð- ur-Ameríku. Greni og fura er sá smíðaviður, sem hér er langsam- lega mest notaður. Það er „mjúkur“ viður. Geysimikið af grenivið fer árlega til pappírsgerðar, dagblöð heimsins gleypa heila skóga. í barrskógum Norður-Ameríku vaxa að miklu leyti aðrar og miklu fleiri barrtrjáategundir en í Evrópu. Rauðfura (Red Pine) og Weymouth-fura eru alkunnar Kanadategundir og frægar fyrir gæði. Miklu meiri viður fæst samt í hvítgreniskógunum, enda eru þeir víðáttumeiri, ná frá Klettafjöllunum og langt norður í Alaska. Ein- hver bezti barrskógur í heimi vex á Kyrrahafsströndinni frá Kali- forníu til Alaska. Frá þeim slóðum er sitkagrenið, sem hér er nú mikið reynt að rækta. Þarna vestra vaxa eldri og stærri tré en ann- ars staðar. Einna mest hagnýtta tegundin og verðmætasta er þallar- furan (Douglas-furan). Viður hennar Oregon Pine — er afarmik- ið notaður og þykir prýðisgóður. Hinn „vestræni rauði sedrus- viður“ er léttari og sterkari en jafnvel kjarnaeik. Mikilsverðar eru einnig þallartegundir, „flugvélagreni" o. fl. Risafururnar í Kaliforníu eru heimsfrægar. Raunar eru þetta ekki furur, heldur teljast þær til sérstakrar ættkvíslar barrtrjáa, Seq- uoia, (Redwood). Risafururnar eru skýjakljúfarnir í ríki skóganna. Ná sumar þeirra um 120 metra hæð. Má segja, að íslenzkar stórbygg- ingar, t. d. kaþólska kirkjan í Reykjavík og turn sjómannaskólans, nái furunum um það bil í „hné“! Stofnarnir geta orðið 12 m að ummáli. Berið það saman við herbergjastærð heima hjá ykkur. Nokkrar risafurur eru taldar um tvö þúsund ára gamlar eða eldri. Hafa þá sumar þeirra verið orðnar álitlegar hríslur á Krists dögum. Hér á íslandi höfuxn við engin risatré fyrir augum. Hæstu reyni- viðirnir og bjarkirnar á landi voru eru um 11 metrar á hæð. Vonir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.