Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 43
VARHUGAVERÐAR FRAMFARIR 89 hlaut hið upprunalega brot, eignast afkvæmi saman, koma hinir herfilegustu vanskapnaðir í ljós og allskyns kvillar verða lífverunni ungri að aldurtila. Hvað kemur þetta allt gegnumlýsingu á fótum í skóbúðum eig- inlega við? hljóta menn að spyrja. Meira en margur heldur. Við slíka gegnumlýsingu er notað mun meira geislamagn en í japönsku tilraununum, þótt skemur sé, og ekki aðeins fæturnir heldur og önnur líffæri ofan við þá verða fyrir sterkum geislunum. Ef til vill getur þetta ekki valdið sjúkdómum lijá neinum, og roskið fólk komið af barneignaaldri flytur ekki litþráðabrot til óboxinna ætt- liða. En gegnumlýsing í skóbúðum er mest notuð af börnum, sem eiga eftir að skapa nýja ættliði og því flytja hvers konar ættgengar skemmdir til óborinna kynslóða. Alvarlegii brot munu valda ófrjóvgi hjá þeim, er fyrir þeim verða, eða vanskapnaði og dauða strax í næsta ættlið. En lítil brottföll berast frá ættlið til ættliðar og verða æ algengari unz allir einstaklingar þjóðarinnar hafa hlot- ið einn brotinn litþráð og óbrotinn jafna lians. Þarf þó enginn galli að koma í ljós, vegna þess, að heilbrigði litþráðurinn getur valdað hinn skemmda. En um leið og skyldir einstaklingar með sinn brotna litþiáðinn hvor giftast, koma gallarnir í ljós, og geta verið fingra- leysi, fótaleysi, blinda, heyrnarleysi, lélegt hjarta, styttri ævi, og ótal aðrir ættgengir „sjúkdómar" eða gallar. Skyldragifting hefst oft í fjórða ættlið, og þar eð allir íslendingar munu skyldir í 15. lið, getur aldrei dregizt lengur að litþráðaskemmd vegna gegn- umlýsingar komi í ljós á íslandi. Og jafnvel lítil skemmd getur þá orðið áhrifaríkari fyrir þjóðina í heild en við getum gert okkur í hugarlund sem stendur. Vel má vera, að japanskt liár, sem varð geislavirkt eftir Bikini- sprengjuna, valdi meiru tjóni á litþi'áðum könguljurtarinnar en gegnumlýsing í einni skóbúð í Reykjavík getur valdið á íslenzkum börnum. Samt er enginn efi á, að slík gegnumlýsing getur valdið meira tjóni á óbornum kynslóðum en gamanið við fótaskoðunina er vert. Þess vegna væri það viturlegt, ef slíkri gegnumlýsingu yrði hætt hið bráðasta og aðrar hættuminni aðferðir í nauðsynlegri samkeppni teknar upp í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.