Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 29
HAGNÝTING SKELDÝRA 75 notaðar til matar. Sú tegund, er fundizt hefur í sorphaugunum dönsku, er sú sama og nú er ræktuð og etin í hinum ýmsu löndum Evrópu, en það er Ostrea edulis. Lifir hún villt frá nyrstu ströndum Danmerkur og suður til Miðjarðarhafs og Svartahafs. í Noregi er hún aðeins ræktuð í hlýjum fjarðarlónum í suður- og suðvestur- hluta landsins. Útlit og eðli ostrunnar er nokkuð sérstætt. Skelin er mjög hruf- ótt og oft meira og minna beygluð, og er vinstri skel dýrsins föst við botninn. Dráttarvöðvinn er aðeins 1 og fót vantar, enda er fótur gagnslaus, þar sem dýrið megnar ekki að færa sig úr stað. Þó er kyn- ferðið það einkennilegasta. Skelfiskurinn verður kynþroska á 2. ald- ursári, 2—3 fyrstu kynþroskaárin er hann karlkyns, en verður síðan kvenkyns, svo aftur karlkyns næsta ár, og þannig gengur það á víxl, meðan ævi ostrunnar varir. Ostran fæðir lirfur; ungast eggin út í tálknum móðurinnar, og eru lirfunar þar í 7—8 daga, áður en þær eru sendar út í heiminn til þess að sjá um sig sjálfar. Nauð- synlegt er talið, að sjórinn sé ekki kaldari en 20° C og seltan ekki lægri en 2,5%, til þess að eðlileg útungun geti átt sér stað. Sölu- hæfar eru ostrurnar 5 ára gamlar, og álitið er, að aldur þeirra fari ekki yfir 25 ár. Ostrutegund sú, sem ræktuð er við austurströnd N.-Ameríku (Ostrea virginica) og í Kaliforníu (flutt þangað úr Atlantshafi árið 1870) er ólík þeirri evrópeisku að því leyti, að hún er hreinlega einkynja (eins og flestar samlokur eru) og fæðir egg. í verzlunarskýrslum frá 1945 er talið, að allt að 800 þús. tonn af ostrum (með skel) hafi verið veidd í heiminum, af því veiddu Bandaríkin yfir 575 þús. tonn. Aðrar þjóðir, sem mikið veiða af ostrum, eru Frakkar og Japanir. Erlendis eru ostrur mjög eftirsóttur réttur, en næringargildi þeirra er samt minna en ýmissa annarra skelfisktegunda. Hér fer á eftir tafla yfir greiningu næringarefna í 6 Virginíuostrum, sem vógu ca 100 gr. Eggjahvíta 6.5 g Fita 1,6 - Glycogen 4,2 - Kalcium Fosfór .... 112 - Járn 6,1 - Eir 3,7 mg Joð ... 0,05 - Thíamíne ... 0,18 - Ríbóflavín . . . 0,22 - Níkótínsýra ..... ... 0,22 - Níkótínsýra .... ... 1,2 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.