Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 18
64 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN arleysingum. Jökulsárlón er furðu djúpt, og í því finnst æ meira dýpi við jökulsporðinn, eftir því sem hann styttist, svo að botnin- um hallar bersýnilega inn undir jökulinn. Þetta hafa Kvískerja- bræður mælt mörgum sinnum. Árið 1951 hafði þegar mælzt 35 m dýpi og 1956 60 m, en nú í þessari ferð fundum við 76 m dýpi við jökulsporðinn. Þegar Páll Arason var kominn með liði sínu austur að Skafta- felli, tók ég mig út úr hópnum, spandi þó með mér einn af sam- ferðamönnunum, Jón Bjarnason ritstjóra, og héldum við tveir áfram rakleiðis austur að Kvískerjum. Þar fékk ég til liðs við okkur Sigurð Björnsson, en án hans drengilegu fyrirgreiðslu og aðstoðar hefði raunar orðið lítið úr því, sem til stóð. Daginn eftir, sem var laugard. 20. apríl, ók Sigurður okkur í Kvískerjabílnum austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi, og dvöld- umst við þar nokkrar klukkustundir, lengst af á bát úti á lóninu við jökulsporðinn. Þetta var um lágfjöru, en smástreymt, tungl hálft og minnkandi. Við lónið var um 60 cm hátt fjöruborð og hið sama meðfram Jökulsá, enda er hún hallalaus með öllu, og varð naumast greint, í hvora áttina vatnið rann. Aðeins hinn skamma spöl ofan sjálfan fjöruhaliann féll hún í stríðum streng út í brimgarðinn. Fjöruborð- ið við ána og lónið mun hafa verið eftir síðustu stórstraumsflóð, tæpri viku fyrir komu okkar. Meðfram ánni að endilöngu lágu hrannir af rotnandi loðnu í fjöruborðinu og neðan við það, en ekki fundum við neinar rytjur af fiskum við lónið. Aftur á móti var þar bóluþang á reki, og korkflá af veiðarfæri lá rekin upp á jaka fast við jökulsporðinn. Bæði í lóninu og ánni var vatnið tært að kalla, svo að sá til botns á lþ£ metra dýpi, en svo mikið saltbragð var að því, að flestum myndi þykja ódrekkandi. Borgarís, ættaður úr jökulsporðinum, var á dreif um allt lónið, ýmist á floti eða strandaður, og nokkrir litlir jakar af sama tæi frammi í ánni. En stærstir og þéttastir voru jakarnir næst jökul- sporðinum, sem þarna er mjög sundursprunginn, svo að ekki er alls staðar glöggt að sjá, hvar jökullinn endar og jakaflotinn tekur við. Sigurður reri með okkur á ferjubátnum svo langt inn á milli jakanna sem okkur þótti ráðlegt án þess að eiga á hættu að lokast inni eða verða fyrir barðinu á veltandi borgarís. Þar festum við bátinn við aurstrýtu á lágum fljótandi jaka, sem ég ætla, að verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.