Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 18
64 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN arleysingum. Jökulsárlón er furðu djúpt, og í því finnst æ meira dýpi við jökulsporðinn, eftir því sem hann styttist, svo að botnin- um hallar bersýnilega inn undir jökulinn. Þetta hafa Kvískerja- bræður mælt mörgum sinnum. Árið 1951 hafði þegar mælzt 35 m dýpi og 1956 60 m, en nú í þessari ferð fundum við 76 m dýpi við jökulsporðinn. Þegar Páll Arason var kominn með liði sínu austur að Skafta- felli, tók ég mig út úr hópnum, spandi þó með mér einn af sam- ferðamönnunum, Jón Bjarnason ritstjóra, og héldum við tveir áfram rakleiðis austur að Kvískerjum. Þar fékk ég til liðs við okkur Sigurð Björnsson, en án hans drengilegu fyrirgreiðslu og aðstoðar hefði raunar orðið lítið úr því, sem til stóð. Daginn eftir, sem var laugard. 20. apríl, ók Sigurður okkur í Kvískerjabílnum austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi, og dvöld- umst við þar nokkrar klukkustundir, lengst af á bát úti á lóninu við jökulsporðinn. Þetta var um lágfjöru, en smástreymt, tungl hálft og minnkandi. Við lónið var um 60 cm hátt fjöruborð og hið sama meðfram Jökulsá, enda er hún hallalaus með öllu, og varð naumast greint, í hvora áttina vatnið rann. Aðeins hinn skamma spöl ofan sjálfan fjöruhaliann féll hún í stríðum streng út í brimgarðinn. Fjöruborð- ið við ána og lónið mun hafa verið eftir síðustu stórstraumsflóð, tæpri viku fyrir komu okkar. Meðfram ánni að endilöngu lágu hrannir af rotnandi loðnu í fjöruborðinu og neðan við það, en ekki fundum við neinar rytjur af fiskum við lónið. Aftur á móti var þar bóluþang á reki, og korkflá af veiðarfæri lá rekin upp á jaka fast við jökulsporðinn. Bæði í lóninu og ánni var vatnið tært að kalla, svo að sá til botns á lþ£ metra dýpi, en svo mikið saltbragð var að því, að flestum myndi þykja ódrekkandi. Borgarís, ættaður úr jökulsporðinum, var á dreif um allt lónið, ýmist á floti eða strandaður, og nokkrir litlir jakar af sama tæi frammi í ánni. En stærstir og þéttastir voru jakarnir næst jökul- sporðinum, sem þarna er mjög sundursprunginn, svo að ekki er alls staðar glöggt að sjá, hvar jökullinn endar og jakaflotinn tekur við. Sigurður reri með okkur á ferjubátnum svo langt inn á milli jakanna sem okkur þótti ráðlegt án þess að eiga á hættu að lokast inni eða verða fyrir barðinu á veltandi borgarís. Þar festum við bátinn við aurstrýtu á lágum fljótandi jaka, sem ég ætla, að verið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.