Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 15
SUÐRÆN SKÓGARTRÉ 61 það er korkurinn meira en áratug að vaxa að nýju og versnar óðum að gæðum. Bezti korkurinn er notaður í flöskutappa. Afskurðar- bútarnir frá tappagerðinni eru notaðir í línóleumdúka (ásamt lín- olíu o. fl. bindiefnum). Korkur er mikið notaður í einangrun og korkflögur á gólf, einnig í björgunaráhöld, netaflár, skóíleppa, flögur í hatta, vindlingamunnstykki o. fl. o. fl. íslenzkir tóbakskarlar spýta stundum mórauðu. En í Suðaustur- Asíu spýta menn alveg rauðu! Þar er tuggið betel í stað tóbaks. Betel er framleitt úr fræjum Betelpálmans, Betelpiparblöðum, slökktu kalki o. fl. Betelpálminn, er nefna mætti „tóbakstré Malajalanda“, er spengilegur fjaðurpálmi, hvarvetna ræktaður í Austurlöndum. Be- teltygging örvar mjög starfsemi munnvatnskirtlanna og litar munn- vatnið rautt. Sjást jafnan blóðrauðir blettir þar sem Beteltyggjendur hafa verið á ferð. Betelbikarar eru oft fagurlega skreyttir, ekki síður en íslenzku tóbaksdósirnar. Sum liitabeltistré bera ævintýralega mikinn og góðan ávöxt. Sem dæmi skal nefnt brauðaldintréð (Arctocarpus incisa) og hið náskylda jacktré. Brauðaldinin eru um 40 cm löng, 24 cm í þver- mál og vega l/2~~2 kg (eða meir á jacktrénu). Aldinin eru tínd áður en þau þroskast til fulls og eru þá mjög mjölvisauðug. Þau eru oftast ristuð á glóð, en ekki etin hrá. Trén bera aldin 9 mánuði ársins. Menn gera aldinmauk úr ávöxtunum og varðveita þá á fleiri vegu til þess að hafa nægar birgðir hina þrjá „aldinlausu“ mánuði — frá ágúst til nóvemberbyrjunar. Viður brauðaldintrésins er góður til smíða, klæðnaður er ofinn úr berki ungra trjáa, mjólkursafinn not- aður í fuglalím o. s. frv. Fólkið lifir sumsstaðar mikið til á brauðaldintrjám. Hinn frægi sæfari, Jarnes Cook sagði, að sá sem gróðursetti 10 brauðaldintré, hefði þar með búið eins vel í haginn fyrir sig og sína, eins og Norð- urlandamaðurinn, sem ynni baki brotnu alla ævi. Á Suðurhafseyjum hefur sumstaðar verið siður, að þegar barn fæddist, skyldu foreldr- arnir gróðursetja eitt brauðaldintré. Svo auðvelt er ekki að lifa af jarðargróðri á norðurslóðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.